Viðskipti innlent

Steinunn segir tímagjald slitastjórnarmanna lágt miðað við útlönd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis. Vísir/GVA
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir tímagjald þeirra sem sitja í slitastjórninni lágt miðað við það sem gengur og gerist erlendis. Það sé þó sambærilegt við það tímagjald sem íslenskir lögfræðingar taka fyrir vinnu fyrir erlenda aðila.

Þetta kemur fram í viðtali við Steinunni í Viðskiptablaðinu í dag. Launakjör þeirra sem starfa í slitastjórnum bankanna hafa mátt sæta mikilli gagnrýni í gegnum árin en frá því var meðal annars greint í febrúar 2013 að Steinunn og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hefðu greitt sér 842 milljónir króna í þóknun frá því í maí 2009.

Steinunn kveðst hafa skilning á þessari gagnrýni en segir að í raun sé ekki um launakjör að ræða.

„Þetta er tímagjald. Við erum lögfræðingar sem rekum stofu. Þetta er útseldur taxti, eins og hjá öðrum sérfræðingum. Þetta er bara eins og hver annar verktaki, hann rukkar tiltekið á tímann og setur á það virðisaukaskatt,“ segir Steinunn í viðtali við Viðskiptablaðið.


Tengdar fréttir

Glitnir borgar kröfuhöfum á morgun

Seðlabanki Íslands veitti í gær Glitni endanlega undaþágu frá fjármagnshöftum til þess að greiða út í samræmi við nauðasamninga.

Launin „út úr korti“ - málaferli beinast aðeins að Glitni

Stjórnarmaður í Samtökum landssamtaka lífeyrissjóðanna segist telja laun slitastjórnarmanna í þrotabúum föllnu bankanna út úr öllu korti, en lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar í bú Glitnis teldu að slitastjórn Glitnis hefði ofgreitt sér ríflega 400 milljónir króna í laun fyrir störf sín og sinna fyrirtækja fyrir þrotabú bankans.

Steinunn sér ekkert athugunarvert við 842 milljóna þóknun

"Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×