Hjallastefnan tapaði 187 milljónum Ingvar Haraldsson skrifar 7. janúar 2016 08:00 Þór Sigfússon, stjórnarformaður Hjallastefnunnar, segir ánægju foreldra og barna mikilvægari en fjárhagslega niðurstöðu. Hjallastefnan tapaði 187 milljónum króna á síðasta skólaári sem er talsverð breyting frá skólaárinu 2013-2014 þegar félagið hagnaðist um 42 milljónir króna. Þór Sigfússon, stjórnarformaður Hjallastefnunnar, segir félagið hafa haft jákvæða afkomu í mörg ár en nú séu einna helst tvær ástæður fyrir lakari afkomu. Laun hafi hækkað samhliða nýjum kjarasamningum og félagið hafi verið í vexti. „Við höfum vaxið tiltölulega hratt á skömmum tíma. Sá vöxtur þýddi auðvitað að það var meiri kostnaður,“ segir Þór. „Við höfum verið að fara meira inna á grunnskólastigið og miðstigið. Það eru svona tilraunaverkefni í gangi sem við höfum mikla trú á en eru auðvitað verkefni sem hafa tekið tíma og fé,“ bætir hann við. Launakostnaður Hjallastefnunnar jókst um hálfan milljarð króna og annar rekstrarkostnaður um 100 milljónir. Tekjur félagsins jukust á móti um 360 milljónir. Þór leggur þó áherslu á að peningar skipti Hjallastefnuna ekki mestu máli. „Auðvitað leggjum við alltaf áherslu á að vera réttum megin við strikið en við erum að mæla okkar afkomu fremur í líðan barnanna í skólunum og ánægju foreldra,“ segir Þór. Þá sé eigið fé Hjallastefnunnar sterkt og félagið standi styrkum stoðum. Eigið fé Hjallastefnunnar lækkaði um 284 milljónir í 89 milljónir króna vegna tapsins. Þá nema skuldir félagsins 752 milljónum króna og eignir 840 milljónum króna. Þar af eru fasteignir bókfærðar á 730 milljónir króna. Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, á 79,7 prósent hlutafjár í fyrirtækinu en hluthafar eru alls 19. Hjallastefnan var stofnuð af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði á grundvelli þjónustusamnings. Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri á Hjalla í áratug og þróað þar kenningar og námskrá Hjallastefnunnar. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Hjallastefnan tapaði 187 milljónum króna á síðasta skólaári sem er talsverð breyting frá skólaárinu 2013-2014 þegar félagið hagnaðist um 42 milljónir króna. Þór Sigfússon, stjórnarformaður Hjallastefnunnar, segir félagið hafa haft jákvæða afkomu í mörg ár en nú séu einna helst tvær ástæður fyrir lakari afkomu. Laun hafi hækkað samhliða nýjum kjarasamningum og félagið hafi verið í vexti. „Við höfum vaxið tiltölulega hratt á skömmum tíma. Sá vöxtur þýddi auðvitað að það var meiri kostnaður,“ segir Þór. „Við höfum verið að fara meira inna á grunnskólastigið og miðstigið. Það eru svona tilraunaverkefni í gangi sem við höfum mikla trú á en eru auðvitað verkefni sem hafa tekið tíma og fé,“ bætir hann við. Launakostnaður Hjallastefnunnar jókst um hálfan milljarð króna og annar rekstrarkostnaður um 100 milljónir. Tekjur félagsins jukust á móti um 360 milljónir. Þór leggur þó áherslu á að peningar skipti Hjallastefnuna ekki mestu máli. „Auðvitað leggjum við alltaf áherslu á að vera réttum megin við strikið en við erum að mæla okkar afkomu fremur í líðan barnanna í skólunum og ánægju foreldra,“ segir Þór. Þá sé eigið fé Hjallastefnunnar sterkt og félagið standi styrkum stoðum. Eigið fé Hjallastefnunnar lækkaði um 284 milljónir í 89 milljónir króna vegna tapsins. Þá nema skuldir félagsins 752 milljónum króna og eignir 840 milljónum króna. Þar af eru fasteignir bókfærðar á 730 milljónir króna. Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, á 79,7 prósent hlutafjár í fyrirtækinu en hluthafar eru alls 19. Hjallastefnan var stofnuð af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði á grundvelli þjónustusamnings. Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri á Hjalla í áratug og þróað þar kenningar og námskrá Hjallastefnunnar.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira