Átta þúsund ný störf á næstu tveimur árum Höskuldur Kári Schram skrifar 8. janúar 2016 18:45 Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira