Titringur á mörkuðum teygir anga sína til Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 13:34 Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri hjá GAMMA. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 1,91 prósent það sem af er degi. Mest nemur lækkunin í Marel, um 3,17 prósent í 440 milljóna króna viðskiptum. Síminn og Icelandair Group hafa líka lækkað um 1,89 prósent. Eina félagið sem hefur hækkað er Hagar, um 0,55 prósent í 231 milljóna króna viðskiptum. „Ég held að þetta sé nú fyrst og fremst út af mörkuðum úti,“ segir Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréfa hjá Gamma. Hann telur að menn hafi áhyggjur af því að það er búið að vera allt niður úti um allan heim. Áhrifin hafi smitast frá Kína og yfir í Evrópu og Bandaríkin. „Menn halda aðeins að sér höndum og vilja sjá hvernig þetta þróast.“ Markaðir í Evrópu hafa fallið um 3 prósent það sem af er degi. Það er rakið til mikils gerningaveðurs á mörkuðu í Kína þar sem hlutabréf féllu um 7 prósent eftir 30 mínútna viðskipti. Mörkuðum var lokað og óttinn teygir nú anga sína bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Jóhann Gísli bendir á að markaðurinn hér heima hafi hækkað fyrstu þrjá daga ársins á meðan markaðir erlendis hafi verið niður á við. Áhrifin á skuldabréfamarkaðinn hér heima eru minni. Jóhann Gísli bendir á að það hafi verið einhver sala í verðtryggða hlutanum sem sé afleiðing af olíulækkun. „Það dregur úr verðbólguvæntingum. Olíuverð er að hríðfalla þessa vikuna,“ segir Jóhann Gísli. Hann bendir þó á að úti í heimi séu skuldabréf að hækka. „Menn eru að færa sig úr hlutabréfum og yfir í skuldabréf.“ Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 1,91 prósent það sem af er degi. Mest nemur lækkunin í Marel, um 3,17 prósent í 440 milljóna króna viðskiptum. Síminn og Icelandair Group hafa líka lækkað um 1,89 prósent. Eina félagið sem hefur hækkað er Hagar, um 0,55 prósent í 231 milljóna króna viðskiptum. „Ég held að þetta sé nú fyrst og fremst út af mörkuðum úti,“ segir Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréfa hjá Gamma. Hann telur að menn hafi áhyggjur af því að það er búið að vera allt niður úti um allan heim. Áhrifin hafi smitast frá Kína og yfir í Evrópu og Bandaríkin. „Menn halda aðeins að sér höndum og vilja sjá hvernig þetta þróast.“ Markaðir í Evrópu hafa fallið um 3 prósent það sem af er degi. Það er rakið til mikils gerningaveðurs á mörkuðu í Kína þar sem hlutabréf féllu um 7 prósent eftir 30 mínútna viðskipti. Mörkuðum var lokað og óttinn teygir nú anga sína bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Jóhann Gísli bendir á að markaðurinn hér heima hafi hækkað fyrstu þrjá daga ársins á meðan markaðir erlendis hafi verið niður á við. Áhrifin á skuldabréfamarkaðinn hér heima eru minni. Jóhann Gísli bendir á að það hafi verið einhver sala í verðtryggða hlutanum sem sé afleiðing af olíulækkun. „Það dregur úr verðbólguvæntingum. Olíuverð er að hríðfalla þessa vikuna,“ segir Jóhann Gísli. Hann bendir þó á að úti í heimi séu skuldabréf að hækka. „Menn eru að færa sig úr hlutabréfum og yfir í skuldabréf.“
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira