Titringur á mörkuðum teygir anga sína til Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 13:34 Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri hjá GAMMA. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 1,91 prósent það sem af er degi. Mest nemur lækkunin í Marel, um 3,17 prósent í 440 milljóna króna viðskiptum. Síminn og Icelandair Group hafa líka lækkað um 1,89 prósent. Eina félagið sem hefur hækkað er Hagar, um 0,55 prósent í 231 milljóna króna viðskiptum. „Ég held að þetta sé nú fyrst og fremst út af mörkuðum úti,“ segir Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréfa hjá Gamma. Hann telur að menn hafi áhyggjur af því að það er búið að vera allt niður úti um allan heim. Áhrifin hafi smitast frá Kína og yfir í Evrópu og Bandaríkin. „Menn halda aðeins að sér höndum og vilja sjá hvernig þetta þróast.“ Markaðir í Evrópu hafa fallið um 3 prósent það sem af er degi. Það er rakið til mikils gerningaveðurs á mörkuðu í Kína þar sem hlutabréf féllu um 7 prósent eftir 30 mínútna viðskipti. Mörkuðum var lokað og óttinn teygir nú anga sína bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Jóhann Gísli bendir á að markaðurinn hér heima hafi hækkað fyrstu þrjá daga ársins á meðan markaðir erlendis hafi verið niður á við. Áhrifin á skuldabréfamarkaðinn hér heima eru minni. Jóhann Gísli bendir á að það hafi verið einhver sala í verðtryggða hlutanum sem sé afleiðing af olíulækkun. „Það dregur úr verðbólguvæntingum. Olíuverð er að hríðfalla þessa vikuna,“ segir Jóhann Gísli. Hann bendir þó á að úti í heimi séu skuldabréf að hækka. „Menn eru að færa sig úr hlutabréfum og yfir í skuldabréf.“ Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 1,91 prósent það sem af er degi. Mest nemur lækkunin í Marel, um 3,17 prósent í 440 milljóna króna viðskiptum. Síminn og Icelandair Group hafa líka lækkað um 1,89 prósent. Eina félagið sem hefur hækkað er Hagar, um 0,55 prósent í 231 milljóna króna viðskiptum. „Ég held að þetta sé nú fyrst og fremst út af mörkuðum úti,“ segir Jóhann Gísli Jóhannesson, sjóðsstjóri hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréfa hjá Gamma. Hann telur að menn hafi áhyggjur af því að það er búið að vera allt niður úti um allan heim. Áhrifin hafi smitast frá Kína og yfir í Evrópu og Bandaríkin. „Menn halda aðeins að sér höndum og vilja sjá hvernig þetta þróast.“ Markaðir í Evrópu hafa fallið um 3 prósent það sem af er degi. Það er rakið til mikils gerningaveðurs á mörkuðu í Kína þar sem hlutabréf féllu um 7 prósent eftir 30 mínútna viðskipti. Mörkuðum var lokað og óttinn teygir nú anga sína bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Jóhann Gísli bendir á að markaðurinn hér heima hafi hækkað fyrstu þrjá daga ársins á meðan markaðir erlendis hafi verið niður á við. Áhrifin á skuldabréfamarkaðinn hér heima eru minni. Jóhann Gísli bendir á að það hafi verið einhver sala í verðtryggða hlutanum sem sé afleiðing af olíulækkun. „Það dregur úr verðbólguvæntingum. Olíuverð er að hríðfalla þessa vikuna,“ segir Jóhann Gísli. Hann bendir þó á að úti í heimi séu skuldabréf að hækka. „Menn eru að færa sig úr hlutabréfum og yfir í skuldabréf.“
Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira