Fleiri fréttir

Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári

Fjöldi kylfinga á Íslandi samsvarar um tíu prósentum af þjóðinni. Forseti Golfsambandsins segir að klúbbarnir á Íslandi velti samtals tveimur milljörðum á ári. Hann telur unnt að reka íþróttina án opinbers stuðnings.

Forsetinn skiptir máli og á hann mun reyna

Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni.

Dæmt eftir tíðarandanum

Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?

Veltan jókst um 34% milli 2014 og 2015

"Myndarleg aukning varð í viðskiptum á bæði hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði á árinu sem er að líða,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, Nasdaq Iceland, um viðskiptin á árinu 2015.

Dæmigert íslenskt ár framundan

Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum.

Nú árið er liðið

Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins:

Reynir fær engin svör um DV

„Það blasir við að þar sé eitthvað sem þolir ekki dagsljósið,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, um að DV hafi hvorki haldið aðalfund né skilað ársreikningi til ársreikningaskrár, líkt og bar að gera fyrir ágústlok.

Verði af aukatónleikum mun miðaverð ekki verða lægra

"Við veðjuðum á að þessi fjöldi miða myndi seljast á þessu verði,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu en ljóst er að uppselt hefði verið á tónleika Justin Bieber þó miðaverð hefði verið hærra.

Mörg gengislánamál enn óleyst

Tæplega helmingur fyrirtækja sem voru með lán í erlendri mynt hefur átt í ágreiningi við fjármálastofnanir um úrlausn þeirra. Formaður Félags atvinnurekenda telur þetta draga kraft úr mörgum fyrirtækjum til þess að vaxa og fjárfesta.

Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum.

Sjá næstu 50 fréttir