Viðskipti innlent

Kvikmyndin Everest halaði mest inn á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri
Everest var vinsælasta kvikmynd landsins með rúmar 89 milljónir í tekjur árið 2015 samkvæmt tölum frá félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Star Wars: The Force Awakens var í öðru sæti með tæpar 80 milljónir í tekjur, þótt hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en 18. desember síðastliðinn. Fyrsti sýningardagur kvikmyndarinnar var jafnframt sá tekjuhæsti í íslenskri kvikmyndasögu og var hún þá sýnd allan sólarhringinn. Myndirnar raða sér á lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga.

Það má því segja að bíóárið 2015 hafi verið einkar gott þar sem aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið að dragast saman undanfarin ár en að þessu sinni fer aðsóknin upp á milli ára í fyrsta skipti síðan 2009. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×