Efnað fólk sem stenst greiðslumat fær áhættusöm gengislán Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 21:15 Verði frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um erlend lán að lögum mun aðeins efnað fólk sem stenst greiðslumat eiga kost á slíkum lánum. Fjármálakerfið í heild sinni og þar með allur almenningur ber hins vegar áhættuna af lánveitingunum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur í annað sinn lagt fram frumvarp um erlend lán en frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Tilefni frumvarpsins er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að fortakslaust bann við gengislánum og lánum í erlendum gjaldmiðlum samrýmist ekki meginreglu EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði. ESA hefur komið þeim upplýsingum til íslenskra stjórnvalda að stofnunin þurfi að höfða mál gegn íslenska ríkinu ef fortakslausu banni við þessum lánum verði ekki aflétt. Þótt fortakslaust bann við erlendum lánum brjóti gegn EES-samningnum þýðir það ekki að stjórnvöld geti ekki gert einhverjar takmarkanir á erlendum lánum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika og almannahagsmuni. Frumvarp fjármálaráðherra opnar á lán tengd erlendum gjaldmiðlum til einstaklinga sem hafa tekjur í krónum eingöngu. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur Seðlabankinn það miklar áhyggjur af þessu að hann fann sig knúinn til að svara athugasemdum fjármálaráðuneytisins um frumvarpið alls sjö sinnum á síðasta þingi. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins samdi breytingartillögu við síðasta frumvarp, sem er í nýja frumvarpinu, sem felur í sér að einstaklingar og lögaðilar geta tekið lán tengd erlendum gjaldmiðlum ef þeir standast greiðslumat, jafnvel þótt þeir hafi ekki tekjur eða eigi eignir í erlendum gjaldeyri. Þannig er viðskiptabönkunum látið eftir að meta hvort veita eigi slík lán í hvert og eitt sinn. „Ég ræddi við ráðuneytið og ráðherra um það að það gengi ekki árið 2015 og núna árið 2016 að það gengi ekki að búa til reglur um bann við tilteknum lánaformum. Og ég mæltist til þess við ráðherra að hann stæði með mér í þessu máli,“ segir Vilhjálmur.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason telur að þarna sé verið að búa til nýjar heimildir á fjármálamarkaði fyrir forréttindastétt. „Nú er verið að búa til leikvöll fyrir allra best settu einstaklingana til þess að leika sér og taka stöður. Við öll berum hins vegar ábyrgðina ef illa fer. Það er þá bara verið að segja að þeir ríkustu í samfélaginu munu þá geta notið þessara bestu kjara en ekki venjulegt fólk,“ segir Árni Páll. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum okkar á laugardag að hann sæi ekki tilganginn með því að leyfa þessi lán. „Þetta er semsagt hópur sem væntanlega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenningur getur ekki gert þetta en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði,“ sagði Frosti. Seðlabanki Íslands vill ekki að einstaklingum verði veitt lán tengd erlendum gjaldmiðlum nema á móti komi tekjustreymi í samsvarandi gjaldmiðlum eða að viðkomandi leggi fram erlendar eignir eða fjárhagslegar tryggingar sem eyði gjaldeyrisáhættu út lánstímann. „Þarna er Seðlabankinn, eins og ég hef margoft sagt við fulltrúa bankans, kominn út fyrir sitt hlutverk. Þeir geta sinnt sínu hlutverki, sem þeim er ætlað, með öðrum hætti en að ákveða lánsform,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Þess skal getið að eitt af hlutverkum Seðlabankans er að gæta að fjármálastöðugleika og sérstakt svið hans fer með þetta hlutverk, þótt lögbundið hlutverk hans sé fyrst og fremst að gæta að stöðugu verðlagi. Í drögum að nýju lagafrumvarpi um Seðlabankann, sem var kynnt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis á síðasta ári og samið var af hagfræðingunum Friðriki Má Baldurssyni og Þráni Eggertssyni, er lagt til að lögbundið hlutverk hans verði útvíkkað til að ná yfir fjármálastöðugleika einnig. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Verði frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um erlend lán að lögum mun aðeins efnað fólk sem stenst greiðslumat eiga kost á slíkum lánum. Fjármálakerfið í heild sinni og þar með allur almenningur ber hins vegar áhættuna af lánveitingunum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur í annað sinn lagt fram frumvarp um erlend lán en frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Tilefni frumvarpsins er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að fortakslaust bann við gengislánum og lánum í erlendum gjaldmiðlum samrýmist ekki meginreglu EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði. ESA hefur komið þeim upplýsingum til íslenskra stjórnvalda að stofnunin þurfi að höfða mál gegn íslenska ríkinu ef fortakslausu banni við þessum lánum verði ekki aflétt. Þótt fortakslaust bann við erlendum lánum brjóti gegn EES-samningnum þýðir það ekki að stjórnvöld geti ekki gert einhverjar takmarkanir á erlendum lánum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika og almannahagsmuni. Frumvarp fjármálaráðherra opnar á lán tengd erlendum gjaldmiðlum til einstaklinga sem hafa tekjur í krónum eingöngu. Eins og fréttastofa greindi frá á laugardag hefur Seðlabankinn það miklar áhyggjur af þessu að hann fann sig knúinn til að svara athugasemdum fjármálaráðuneytisins um frumvarpið alls sjö sinnum á síðasta þingi. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins samdi breytingartillögu við síðasta frumvarp, sem er í nýja frumvarpinu, sem felur í sér að einstaklingar og lögaðilar geta tekið lán tengd erlendum gjaldmiðlum ef þeir standast greiðslumat, jafnvel þótt þeir hafi ekki tekjur eða eigi eignir í erlendum gjaldeyri. Þannig er viðskiptabönkunum látið eftir að meta hvort veita eigi slík lán í hvert og eitt sinn. „Ég ræddi við ráðuneytið og ráðherra um það að það gengi ekki árið 2015 og núna árið 2016 að það gengi ekki að búa til reglur um bann við tilteknum lánaformum. Og ég mæltist til þess við ráðherra að hann stæði með mér í þessu máli,“ segir Vilhjálmur.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason telur að þarna sé verið að búa til nýjar heimildir á fjármálamarkaði fyrir forréttindastétt. „Nú er verið að búa til leikvöll fyrir allra best settu einstaklingana til þess að leika sér og taka stöður. Við öll berum hins vegar ábyrgðina ef illa fer. Það er þá bara verið að segja að þeir ríkustu í samfélaginu munu þá geta notið þessara bestu kjara en ekki venjulegt fólk,“ segir Árni Páll. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum okkar á laugardag að hann sæi ekki tilganginn með því að leyfa þessi lán. „Þetta er semsagt hópur sem væntanlega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenningur getur ekki gert þetta en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði,“ sagði Frosti. Seðlabanki Íslands vill ekki að einstaklingum verði veitt lán tengd erlendum gjaldmiðlum nema á móti komi tekjustreymi í samsvarandi gjaldmiðlum eða að viðkomandi leggi fram erlendar eignir eða fjárhagslegar tryggingar sem eyði gjaldeyrisáhættu út lánstímann. „Þarna er Seðlabankinn, eins og ég hef margoft sagt við fulltrúa bankans, kominn út fyrir sitt hlutverk. Þeir geta sinnt sínu hlutverki, sem þeim er ætlað, með öðrum hætti en að ákveða lánsform,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Þess skal getið að eitt af hlutverkum Seðlabankans er að gæta að fjármálastöðugleika og sérstakt svið hans fer með þetta hlutverk, þótt lögbundið hlutverk hans sé fyrst og fremst að gæta að stöðugu verðlagi. Í drögum að nýju lagafrumvarpi um Seðlabankann, sem var kynnt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis á síðasta ári og samið var af hagfræðingunum Friðriki Má Baldurssyni og Þráni Eggertssyni, er lagt til að lögbundið hlutverk hans verði útvíkkað til að ná yfir fjármálastöðugleika einnig.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira