Everest vinsælasta myndin á Íslandi árið 2015 Sæunn Gísladóttir skrifar 11. janúar 2016 13:59 Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum þar sem Everest var sýnd. Vísir/AFP Everest var vinsælasta kvikmynd landsins með rúmar 89 milljónir í tekjur árið 2015 samkvæmt tölum frá félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Star Wars: The Force Awakens var í öðru sæti með tæpar 80 milljónir í tekjur um áramótin þótt hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en 18. desember síðastliðinn. Fyrsti sýningardagur kvikmyndarinnar var jafnframt sá tekjuhæsti í íslenskri kvikmyndasögu og var hún þá sýnd allan sólarhringinn. Sú mynd var jafnframt stærsta mynd ársins í Bandaríkjunum. Myndirnar raða sér á lista yfir topp tuttugu vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga. Það má því segja að bíóárið 2015 hafi verið einkar gott þar sem aðsókn í kvikmyndahús hefur verið að dragast saman undanfarin ár en að þessu sinni fer aðsókn upp á milli ára í fyrsta skipti síðan 2009.2,8 prósent aukning í aðsóknAðsóknartekjur kvikmyndahúsa árið 2015 voru kr. 1.551.569.621 en það er 4,44 prósenta aukning frá árinu 2014 þegar tekjur námu kr. 1.485.618.475. Fjöldi þeirra sem mættu í kvikmyndahús á árinu 2015 var 1.382.494 manns, sem er aukning um 2,8 prósent frá árinu 2014 en þá var fjöldi þeirra sem mættu í kvikmyndahús 1.344.569. Meðalverð á bíómiða var um 1.123 kr., sem er um 1,6 prósenta hækkun frá árinu á undan og er verð bíómiða á Íslandi sambærilegt við meðalverð bíómiða í Bandaríkjunum (áætlað að lágmarki 8,34 bandaríkjadalir á árinu 2015, þ.e. um 1.098 kr.). Miðaverð hér er lægra en í löndunum í kringum okkur en til samanburðar má geta þess að meðalverð í Bretlandi árið 2014 var 1.299 kr. og í Danmörku um 1.540 kr. Það skal tekið fram að hér er einn hæsti skattur á bíómiða í heiminum eða 25 prósent árið 2015 (24 prósent virðisaukaskattur og eitt prósent STEF-gjald). Þess má einnig geta að skattur á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi er á bilinu 6–10,5 prósent.Íslenskum kvikmyndum fjölgaðiSýningum á íslenskum kvikmyndum (þ.m.t heimildarmyndum) fjölgaði í kvikmyndahúsum árið 2015 þar sem þær voru 16 talsins miðað við 9 kvikmyndir árið á undan. Þessa fjölgun má m.a. rekja til þess að nú eru upplýsingar um sýningar í Bíó Paradís með í fyrsta sinn. Þrátt fyrir fjölgun voru tekjur íslenskra kvikmynda umtalsvert minni árið 2015 eða 73.824.318 kr. sem er um 63 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar íslenskar myndir höluðu inn tæpar 197 milljónir króna. Árið 2014 var reyndar einkar gott ár en þá var m.a. kvikmyndin Vonarstræti stærsta mynd ársins. Aðeins ein íslensk mynd kemst á topp tuttugu listann yfir vinsælustu myndir ársins 2015 en það er kvikmyndin Hrútar sem var fjórtánda vinsælasta mynd ársins með heildartekjur upp á rúmar 29 milljónir króna og er myndin enn í sýningu eftir 32 vikur Í fyrsta sinn á árinu 2015 voru tekjur af miðasölu í Bíó Paradís með í gagnagrunni FRÍSK um aðsóknartölur kvikmyndahúsanna. Séu þær tölur dregnar frá til að fá réttan samanburð á milli ára, hafa heildartekjur farið upp um 3,4 prósentur og aðsókn upp um 1,7 prósentur. Taka skal fram að vinsældir kvikmynda eru ávallt mældar í tekjum, en ekki aðsókn. Ekki er búið að núvirða tekjur eldri kvikmynda. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Everest var vinsælasta kvikmynd landsins með rúmar 89 milljónir í tekjur árið 2015 samkvæmt tölum frá félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Star Wars: The Force Awakens var í öðru sæti með tæpar 80 milljónir í tekjur um áramótin þótt hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en 18. desember síðastliðinn. Fyrsti sýningardagur kvikmyndarinnar var jafnframt sá tekjuhæsti í íslenskri kvikmyndasögu og var hún þá sýnd allan sólarhringinn. Sú mynd var jafnframt stærsta mynd ársins í Bandaríkjunum. Myndirnar raða sér á lista yfir topp tuttugu vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga. Það má því segja að bíóárið 2015 hafi verið einkar gott þar sem aðsókn í kvikmyndahús hefur verið að dragast saman undanfarin ár en að þessu sinni fer aðsókn upp á milli ára í fyrsta skipti síðan 2009.2,8 prósent aukning í aðsóknAðsóknartekjur kvikmyndahúsa árið 2015 voru kr. 1.551.569.621 en það er 4,44 prósenta aukning frá árinu 2014 þegar tekjur námu kr. 1.485.618.475. Fjöldi þeirra sem mættu í kvikmyndahús á árinu 2015 var 1.382.494 manns, sem er aukning um 2,8 prósent frá árinu 2014 en þá var fjöldi þeirra sem mættu í kvikmyndahús 1.344.569. Meðalverð á bíómiða var um 1.123 kr., sem er um 1,6 prósenta hækkun frá árinu á undan og er verð bíómiða á Íslandi sambærilegt við meðalverð bíómiða í Bandaríkjunum (áætlað að lágmarki 8,34 bandaríkjadalir á árinu 2015, þ.e. um 1.098 kr.). Miðaverð hér er lægra en í löndunum í kringum okkur en til samanburðar má geta þess að meðalverð í Bretlandi árið 2014 var 1.299 kr. og í Danmörku um 1.540 kr. Það skal tekið fram að hér er einn hæsti skattur á bíómiða í heiminum eða 25 prósent árið 2015 (24 prósent virðisaukaskattur og eitt prósent STEF-gjald). Þess má einnig geta að skattur á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi er á bilinu 6–10,5 prósent.Íslenskum kvikmyndum fjölgaðiSýningum á íslenskum kvikmyndum (þ.m.t heimildarmyndum) fjölgaði í kvikmyndahúsum árið 2015 þar sem þær voru 16 talsins miðað við 9 kvikmyndir árið á undan. Þessa fjölgun má m.a. rekja til þess að nú eru upplýsingar um sýningar í Bíó Paradís með í fyrsta sinn. Þrátt fyrir fjölgun voru tekjur íslenskra kvikmynda umtalsvert minni árið 2015 eða 73.824.318 kr. sem er um 63 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar íslenskar myndir höluðu inn tæpar 197 milljónir króna. Árið 2014 var reyndar einkar gott ár en þá var m.a. kvikmyndin Vonarstræti stærsta mynd ársins. Aðeins ein íslensk mynd kemst á topp tuttugu listann yfir vinsælustu myndir ársins 2015 en það er kvikmyndin Hrútar sem var fjórtánda vinsælasta mynd ársins með heildartekjur upp á rúmar 29 milljónir króna og er myndin enn í sýningu eftir 32 vikur Í fyrsta sinn á árinu 2015 voru tekjur af miðasölu í Bíó Paradís með í gagnagrunni FRÍSK um aðsóknartölur kvikmyndahúsanna. Séu þær tölur dregnar frá til að fá réttan samanburð á milli ára, hafa heildartekjur farið upp um 3,4 prósentur og aðsókn upp um 1,7 prósentur. Taka skal fram að vinsældir kvikmynda eru ávallt mældar í tekjum, en ekki aðsókn. Ekki er búið að núvirða tekjur eldri kvikmynda.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira