Viðskipti innlent

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 28 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá desember 2014 til nóvember 2015 fjölgaði gistinóttum á hótelum um 21 prósent miðað við sama tímabil ári fyrr.
Frá desember 2014 til nóvember 2015 fjölgaði gistinóttum á hótelum um 21 prósent miðað við sama tímabil ári fyrr. Vísir/pjetur
Gistinætur á hótelum í nóvember voru 203.600 sem er 28 prósent aukning miðað við nóvember 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 88 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 36 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7 prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Flestar gistinætur á hótelum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 159.700 sem er 29 prósent aukning miðað við nóvember 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 21.800. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru; Bretar með 65.600, Bandaríkjamenn með 42.900 og Þjóðverjar með 13.300 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili desember 2014 til nóvember 2015 voru gistinætur á hótelum 2.763.400 sem er fjölgun um 21 prósent miðað við sama tímabil ári fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×