Fleiri fréttir

Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn

Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina

Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd

Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik.

Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik.

„Gjaldeyrishöftin uppskrift að nýrri kreppu“

"Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Jólabjórinn er lentur

Hægt verður að fara á barinn í kvöld og fá sér Thule-jólabjór sem fór í dreifingu í dag.

Hvalur greiddi tæpan milljarð króna í arð

Hagnaður Hvals hf. nam tveimur og hálfum milljarði króna í fyrra og jókst um 1,8 milljarða. Arðgreiðslur til eigenda félagsins námu samtals 986 milljónum króna. Afkoman skýrist að mestu af tekjum vegna eignarhluts í HB Granda og Hampiðjunni.

Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar

Utanríkisráðuneytið hefur stöðvað greiðslur til Baldvins Jónssonar sem það telur ekki hafa uppfyllt 18 milljóna króna samning um markaðssetningu á íslenskum landbúnaðarvörum í Ameríku. Baldvin, sem þó hefur fengið 9,5 milljónir króna á árinu.

Einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri

Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis, hefur verið nefndur einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri á liðnu ári samkvæmt árlegri samantekt sem birtist í Harvard Business Review. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ekki sama hver lánar

Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008.

Upphafskvótinn aðeins 260 þúsund tonn

Upphafskvóti á komandi loðnuvertíð verður aðeins 260 þúsund tonn ef farið verður að nýjum ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Kvóti íslenskra skipa gæti orðið langt innan við 200 þúsund tonn, vegna hlutdeildar annarra landa í kvótanum, þá einkum Norðmanna.

Greiðir leiðina að erlendu fjármagni og út úr höftum

Ákvörðun Standard & Poor's um að breyta horfum um bæði þróun efnahagsáhættu hér á landi og lánshæfiseinkunnir bankanna getur haft mikil áhrif. Getur aukið aðgengi viðskiptabankanna að erlendu fjármagni.

Sjá næstu 50 fréttir