Viðskipti innlent

Joe and the Juice opnar líka á neðri hæð Leifsstöðvar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Joe Ísland verður með tvo veitingastaði í Leifsstöð.
Joe Ísland verður með tvo veitingastaði í Leifsstöð.
Joe Ísland ehf. hefur komist að samkomulagi við Isavia um opnun á nýjum veitingastað Joe and the Juice við innritunarsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrirtækið var einnig, eins og komið hefur fram, valið úr hópi umsækjenda í forvali Isavia til að opna djús- og samlokubar í brottfararsal flugstöðvarinnar.  

Hlynur Sigurðsson
„Þetta var ekki hluti af forvalinu. Ástæðan fyrir þessu er að það er mjög dýrt að vera með rekstur í flugstöðinni og ákveðin stærðarhagkvæmni í því fyrir Joe and the Juice að geta selt sínar vörur og samnýtt starfsfólk á báðum stöðum," segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

„Einnig spilar inn í að í flugstöðinni starfa um fimmtán hundruð til tvö þúsund manns sem mega ekki kaupa mat í brottfararsalnum. Þess vegna ákváðum við að það myndi þjóna breiðari markhópi að bjóða djús, samloku og kaffiþjónustu Joe and the Juice heldur en að gera áframhaldandi samning við Kaffitár,“ segir Hlynur.

Kaffitár rekur nú kaffihús við innritunarsalinn og annað í brottfararsalnum á hæðinni fyrir ofan. Fyrirtækið var ekki hópi þeirra sem Isavia samdi við að forvalinu loknu og verður því að loka sínum kaffihúsum í flugstöðinni á næstu mánuðum. 

Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Kaffitárs, hefur gagnrýnt forvalið harðlega og sagt leikreglurnar hafa verið óskýrar og ógagnsæjar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×