Viðskipti innlent

Útflutningsverð hrogna hefur hækkað

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Góð hrogn hafa löngum verið talin herramannsmatur.
Góð hrogn hafa löngum verið talin herramannsmatur.
Útflutningsverð á söltuðum grásleppuhrognum hefur hækkað um 5,5 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins. Þannig fást nú 800 evrur fyrir tunnuna miðað við 450 evrur árið 2013. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landssambandi smábátaeigenda.

Öðru máli gegnir um kavíar en verð á honum hefur lækkað eftir verðhrun á hráefninu. Hvert kíló skilar nú um fjórtán prósent lægri fjárhæð í evrum talið en á sama tímabili árið 2013. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×