Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2014 18:30 Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Sigurjón, sem er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru ákærð fyrir að heimila að Landsbankinn gengi í sjálfskuldarábyrgðir vegna lánveitinga Kaupþings banka til tveggja félaga í Panama, Empennage Inc. og Zimham Corp., en lán til félaganna voru notuð til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Félögin höfðu gert valréttarsamninga við Landsbankann í tengslum við veitingu kauprétta til starfsmanna bankans. Samkvæmt valréttarsamningunum voru félögin skuldbundin til að selja Landsbankanum bréfin til baka á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Um var að ræða ábyrgðir samtals upp á 13,6 milljarða króna sem voru veittar án útanaðkomandi trygginga og voru afgreiddar á milli funda lánanefndar Landsbankans.Héraðsdómur taldi ekki sannað að þau Sigurjón og Elín hefðu misnotað aðstöðu sína. Í dómnum segir: „(E)r það mat dómsins að ekki sé uppfyllt saknæmisskilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar misnotkun á aðstöðu. Verða ákærðu því ekki talin hafa haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína enda hefur ekkert annað komið fram en að ákærðu hafi aðeins haft hag bankans að leiðarljósi við ábyrgðarveitinguna.“ Síðan segir: „ Tvö af skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga eru að misnotkun á aðstöðu og auðgunarásetningur hafi átt sér stað. Samkvæmt öllu ofanrituðu er hvorugu skilyrði umboðssvika fullnægt og ber því að sýkna ákærðu(...).“ Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin rúmlega 18 milljóna króna málsvarnarlaun Sigurðar G. Guðjónssonar verjanda Sigurjóns og tæplega 6 milljóna króna málsvarnarlaun Helgu Melkorku Óttarsdóttur, verjanda Elínar, alls um 24 milljónir króna. Dæmd málsvarnarlaun Sigurðar eru með þeim hæstu sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Það er talsverður munur á dæmdum málsvarnarlaunum verjendanna. Hvers vegna er þetta svona há fjárhæð hjá þér? „Það er kannski vegna þess að ég hef verið að sinna Sigurjóni síðan 2009. Hann var fyrst yfirheyrður vegna þessara mála árið 2009. Hann var í gæsluvarðhaldi og hefur sætt mörgum og flóknum yfirheyrslum yfir langan tíma. Það er væntanlega skýringin á þessum mikla mun á kostnaði,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. Innan skamms verður kveðinn upp dómur í öðru máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sigurjón var ákærður fyrir markaðsmisnotkun og það eru fleiri mál sem bíða. „Það er ljóst að það eru ennþá opin mál hjá sérstökum saksóknara sem hann hefur ekki verið yfirheyrður vegna frá árinu 2011. Það er ekki búið að ljúka rannsókn á þeim þannig að við bíðum ennþá eftir .væu að fá bréf um niðurfellingu rannsóknar eða þá að það verður gefin út ákæra,“ segir Sigurður G. Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Sigurjón, sem er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru ákærð fyrir að heimila að Landsbankinn gengi í sjálfskuldarábyrgðir vegna lánveitinga Kaupþings banka til tveggja félaga í Panama, Empennage Inc. og Zimham Corp., en lán til félaganna voru notuð til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Félögin höfðu gert valréttarsamninga við Landsbankann í tengslum við veitingu kauprétta til starfsmanna bankans. Samkvæmt valréttarsamningunum voru félögin skuldbundin til að selja Landsbankanum bréfin til baka á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Um var að ræða ábyrgðir samtals upp á 13,6 milljarða króna sem voru veittar án útanaðkomandi trygginga og voru afgreiddar á milli funda lánanefndar Landsbankans.Héraðsdómur taldi ekki sannað að þau Sigurjón og Elín hefðu misnotað aðstöðu sína. Í dómnum segir: „(E)r það mat dómsins að ekki sé uppfyllt saknæmisskilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar misnotkun á aðstöðu. Verða ákærðu því ekki talin hafa haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína enda hefur ekkert annað komið fram en að ákærðu hafi aðeins haft hag bankans að leiðarljósi við ábyrgðarveitinguna.“ Síðan segir: „ Tvö af skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga eru að misnotkun á aðstöðu og auðgunarásetningur hafi átt sér stað. Samkvæmt öllu ofanrituðu er hvorugu skilyrði umboðssvika fullnægt og ber því að sýkna ákærðu(...).“ Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin rúmlega 18 milljóna króna málsvarnarlaun Sigurðar G. Guðjónssonar verjanda Sigurjóns og tæplega 6 milljóna króna málsvarnarlaun Helgu Melkorku Óttarsdóttur, verjanda Elínar, alls um 24 milljónir króna. Dæmd málsvarnarlaun Sigurðar eru með þeim hæstu sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Það er talsverður munur á dæmdum málsvarnarlaunum verjendanna. Hvers vegna er þetta svona há fjárhæð hjá þér? „Það er kannski vegna þess að ég hef verið að sinna Sigurjóni síðan 2009. Hann var fyrst yfirheyrður vegna þessara mála árið 2009. Hann var í gæsluvarðhaldi og hefur sætt mörgum og flóknum yfirheyrslum yfir langan tíma. Það er væntanlega skýringin á þessum mikla mun á kostnaði,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. Innan skamms verður kveðinn upp dómur í öðru máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sigurjón var ákærður fyrir markaðsmisnotkun og það eru fleiri mál sem bíða. „Það er ljóst að það eru ennþá opin mál hjá sérstökum saksóknara sem hann hefur ekki verið yfirheyrður vegna frá árinu 2011. Það er ekki búið að ljúka rannsókn á þeim þannig að við bíðum ennþá eftir .væu að fá bréf um niðurfellingu rannsóknar eða þá að það verður gefin út ákæra,“ segir Sigurður G.
Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02