Viðskipti innlent

Mikil tekjuaukning hjá Orkuveitunni vegna veiðiréttar við Þingvallavatn

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Tekjur Orkuveitunnar af veiðirétti við Þingvallavatn gætu nærri þrefaldast miðað við tilboð sem bárust í hann eftir opinbera verðfyrirspurn fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunnar. Þar segir að tekjurnar renni til vísindarannsókna á lífríki vatnsins.

Opnunarfundur tilboða vegna þessarar verðfyrirspurnar var 14. október. Tilboðsfjárhæðir eru yfir heildargreiðslur á þremur árum, 2015-2017, að báðum árum meðtöldum.

Möguleiki er á tveggja ára framlengingu samnings um réttinn eftir þennan tíma. Verið er að fara yfir tilboðin.

Orkuveitan óskaði fyrst tilboða í veiðiréttinn vegna ársins 2014. Þá hafði veiði verið stunduð í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík leyfislaust og eftirlitslítið um hríð. Umgengni um náttúru og fisk var slæm á stundum. ION hótel var þá hæstbjóðandi og endanleg samningsfjárhæð var um 1,6 milljónir. Tilboðin nú spanna að svara til 2,65 til 4,57 milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×