Viðskipti innlent

WOW til Norður-Ameríku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
WOW air.
WOW air. vísir/gva
WOW air mun á næsta ári hefja áætlunarflug til Boston í Bandaríkjunum. Flogið verður vikulega allt árið um kring frá og með 28. mars næstkomandi. Greint er frá þessu á vefsíðu ATW. Þar kemur jafnframt fram að líkur séu á að félagið hefji brátt flug til New York. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir frétt ATW ekki að öllu leyti rétta en vildi ekki tilgreina hverjar rangfærslurnar væru. Félagið komi til með að senda frá sér tilkynningu á næstu dögum eða vikum varðandi áætlunarflug til Norður-Ameríku.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, fullyrti í samtali við Fréttablaðið í september að félagið myndi hefja áætlunarflug til Norður-Ameríku næsta vor og að félagið hefði þegar samið um leigu á Airbus A321-vélum. Félagið sé þegar komið með tilskilin leyfi og gerir ráð fyrir að farþegum fjölgi úr 500 þúsund á þessu ári í 800 þúsund árið 2015.

Meint plássleysi á Keflavíkurflugvelli hefur valdið töluverðum deilum á milli WOW air og Isavia og kærði flugfélagið Isavia og Icelandair til Samkeppniseftirlitsins á síðasta ári. WOW þótti á sig hallað í úthlutun afgreiðslutíma er félagið ætlaði í samkeppni við Icelandair í flugi til Norður-Ameríku.

Málinu var vísað frá héraðsdómi í maí en þeirri ákvörðun var áfrýjað og úrskurðaði  Hæstiréttur að það skyldi tekið fyrir á ný. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi í ljós að leita skyldi álits EFTA dómstólsins varðandi þrjú efnisatriði málsins.

WOW tilkynnti í dag að félagið muni hefja flug til Tenerife í vor. Dagsetning fyrsta flugs er einmitt 28. mars.


Tengdar fréttir

Vill hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor

WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna næsta vor og hefur fengið til þess tvær Airbus A321-þotur. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi flugfélagsins, útilokar ekki að aðrir fjárfestar komi inn í félagið.

Samkeppni í flugrekstri

Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×