Viðskipti innlent

Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kjartan Jónsson, þýðandi.
Kjartan Jónsson, þýðandi.
Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. Kjartan Jónsson, þýðandi og pírati, hefur unnið að því undanfarið að yfirfara íslenska texta á erlendu sjónvarpsefni hjá Netflix. Í samtali við Vísi vildi hann ekki fara nánar út í einstök atriði við vinnu sína.

Í könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið í maí kom fram að um 20 þúsund heimili hér á landi séu með aðgang að Netflix. Einn af hverjum sex Íslendingum væru með aðgang eða 16,7%. Þá sögðust 5,5% ætla sér að kaupa áskriftina á næsta hálfa ári.

Netflix hefur þó ekki heimild til að miðla efni á Íslandi sökum höfundarréttarsamninga. Af þeim sökum er lokað fyrir íslenskar IP-tölur á Netflax. Fjölmargir fara í kringum þá vörn með því að tengjast Netflix með erlendri IP-tölu í gegnum t.d. Apple TV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×