„Gjaldeyrishöftin uppskrift að nýrri kreppu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 10:06 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mynd/sa „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent