„Gjaldeyrishöftin uppskrift að nýrri kreppu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2014 10:06 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mynd/sa „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin strax. Sex ár í höftum sé allt of langur tími og nú sé tíminn til afnáms. Ella muni þjóðin ekki njóta sömu lífskjara og aðrar nágrannaþjóðir, tækifæri muni glatast og fólkið í landinu líða fyrir það. „Aðstæður til afnáms eru eins hagstæðar og þær geta orðið. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga er lítil, hagvöxtur eykst á nýjan leik, afgangur er af viðskiptum við útlönd og traust í íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ skrifar Þorsteinn í leiðara sem birtist á vef SA. Hann segir að SA hafi markað stefnu um að Ísland komist í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims á næstu tíu árum. Til að ná því markmiði hafi SA sett fram tíu tillögur og er afnám gjaldeyrishafta þar efst á blaði.Rússíbanareið sem endar með kunnuglegri kollsteypu „Bent hefur verið á að innan gjaldeyrishafta muni þrengja að fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og að eignarhluti þeirra í íslensku efnahagslífi verði meiri en góðu hófi gegnir. Með því að binda eignir sjóðanna í fjárfestingum á Íslandi hefur verið spáð að árið 2050 muni eignir þeirra samsvara núverandi verðmæti alls atvinnulífs og íbúðarhúsnæðis landsmanna. Gjaldeyrishöftin eru uppskrift að nýrri kreppu,“ segir Þorsteinn. „Efnahagsleg áhætta við afnám hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar. Öll nauðsynleg skilyrði til afnáms hafta eru uppfyllt.“Gjaldeyrishöft um ókomna tíð? Þorsteinn segir að ryðja þurfi úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu Landsbankabréfs og ráðast að því loknu í niðurrif þeirra múra sem þegar hafa verið reistir utan um íslenskt efnahagslíf með höftum. Ákvörðun um að afnema þau ekki við núverandi aðstæður feli í raun í sér ákvörðun um að búa við gjaldeyrishöft um ókomna tíð.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun