Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2014 20:15 Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknarleiðangrar á skipum hefjast strax á næsta ári og stefnt er á borpall innan fimm ára. Segja má að kínverska olíufélagið CNOOC hafi tekið forystu í olíuleitinni en fulltrúar þess funduðu í Reykjavík í dag með samstarfsaðilum sínum í sérleyfinu, norska ríkisolíufélaginu Petoro og íslenska félaginu Eykon Energy. Fulltrúar Orkustofnunar sátu einnig fundinn, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en þetta er einn þriggja sérleyfishópa. Fulltrúar Orkustofnunar, Petoro og Eykons á fundinum í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að meginniðurstaðan sé að hefja tvívíðar endurvarpsmælingar næsta sumar, árið 2015, og síðan mögulega þrívíðar mælingar kannski tveimur árum eftir það. Hérlendis hefur því verið fleygt í umræðunni að ný tækni við olíuvinnslu úr jarðlögum og lækkandi olíuverð kunni að draga úr áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Gunnlaugur kveðst ekki skynja það á samstarfsaðilum. Þeir fari í þetta af miklum krafti og hraðar en rannsóknaráætlun gerði ráð fyrir. Tugum milljóna dollara verði varið til rannsókna fram að borun. Hver borhola muni síðan kosta 100-200 milljónir dollara. En hvenær má búast við fyrsta borpalli? „Borun gæti verið á árabilinu 2019 til 2021,“ svarar Gunnlaugur. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rannsóknarleiðangrar á skipum hefjast strax á næsta ári og stefnt er á borpall innan fimm ára. Segja má að kínverska olíufélagið CNOOC hafi tekið forystu í olíuleitinni en fulltrúar þess funduðu í Reykjavík í dag með samstarfsaðilum sínum í sérleyfinu, norska ríkisolíufélaginu Petoro og íslenska félaginu Eykon Energy. Fulltrúar Orkustofnunar sátu einnig fundinn, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, en þetta er einn þriggja sérleyfishópa. Fulltrúar Orkustofnunar, Petoro og Eykons á fundinum í dag.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að meginniðurstaðan sé að hefja tvívíðar endurvarpsmælingar næsta sumar, árið 2015, og síðan mögulega þrívíðar mælingar kannski tveimur árum eftir það. Hérlendis hefur því verið fleygt í umræðunni að ný tækni við olíuvinnslu úr jarðlögum og lækkandi olíuverð kunni að draga úr áhuga á olíuleit á Drekasvæðinu. Gunnlaugur kveðst ekki skynja það á samstarfsaðilum. Þeir fari í þetta af miklum krafti og hraðar en rannsóknaráætlun gerði ráð fyrir. Tugum milljóna dollara verði varið til rannsókna fram að borun. Hver borhola muni síðan kosta 100-200 milljónir dollara. En hvenær má búast við fyrsta borpalli? „Borun gæti verið á árabilinu 2019 til 2021,“ svarar Gunnlaugur. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15