Greiðir leiðina að erlendu fjármagni og út úr höftum Haraldur Guðmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Stóru viðskiptabankarnir þrír eru allir með lánshæfismatið BB+/B. „Þetta hefur jákvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika bankanna og greiðir okkur leiðina út úr höftunum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P) um að breyta horfum um þróun efnahagsáhættu á Íslandi úr stöðugum í jákvæðar. „Þetta er hins vegar lítið skref og til að lánshæfismat ríkis og banka hækki þarf skýrari áætlun að liggja fyrir um hvernig standa á að afnámi gjaldeyrishaftanna,“ segir Björn. S&P breytti einnig lánshæfishorfum stóru viðskiptabankanna þriggja úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BB+/B einkunnir þeirra. Björn segir ákvörðun matsfyrirtækisins senda mikilvæg skilaboð um að erlendir lánveitendur horfi til Íslands með jákvæðari augum en áður. „Ef við höldum rétt á spilunum er full ástæða til að vænta þess að þessum meðbyr muni fylgja hækkanir á lánshæfi ríkisins og einkunnum bankanna. Þarna er ákveðin vísbending um að efnahagsleg staða þjóðarbúsins sé betri en núverandi lánshæfismat ríkisins gefur til kynna og ef við höldum okkar striki muni það hækka í kjölfarið enda er það nú lágt miðað við önnur ríki í svipaðri stöðu,“ segir Björn. Hann tekur einnig fram að áætlun stjórnvalda um losun haftanna sé ekki eini stóri áhrifaþátturinn og nefnir einnig mikilvægi þessi að ríkið sé rekið með ábyrgum hætti. „Við teljum til dæmis að nýja fjárlagafrumvarpið sé gott skref í þá átt þar sem eru skattkerfisbreytingar sem eru í góðu samræmi við ráðgjöf alþjóðastofnana og auka þannig trúverðugleika okkar gagnvart umheiminum.“ Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu bankans um ákvörðun S&P að hún geti haft jákvæð áhrif á aðgengi Íslandsbanka að erlendu fjármagni. „Þetta hefur einhver áhrif á innlenda fjármögnun bankans en hefur mest að segja erlendis. Þar hefur þetta þau áhrif að áhugi fjárfesta eykst og vonandi gerir okkur kleift að ná betri verðum sem endurspeglast beint í útlánum til viðskiptavina sem taka lán í erlendri mynt,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann nefnir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur útflutningsfyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt. „Það er mjög stíft aðhald hjá okkur og hinum bönkunum um að lána ekki í erlendri mynt til annarra en þeirra sem eru með tekjur í erlendum myntum. Það er fyrst og fremst hjá þeim sem þetta hefur bein áhrif,“ segir Jón. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Þetta hefur jákvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika bankanna og greiðir okkur leiðina út úr höftunum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P) um að breyta horfum um þróun efnahagsáhættu á Íslandi úr stöðugum í jákvæðar. „Þetta er hins vegar lítið skref og til að lánshæfismat ríkis og banka hækki þarf skýrari áætlun að liggja fyrir um hvernig standa á að afnámi gjaldeyrishaftanna,“ segir Björn. S&P breytti einnig lánshæfishorfum stóru viðskiptabankanna þriggja úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BB+/B einkunnir þeirra. Björn segir ákvörðun matsfyrirtækisins senda mikilvæg skilaboð um að erlendir lánveitendur horfi til Íslands með jákvæðari augum en áður. „Ef við höldum rétt á spilunum er full ástæða til að vænta þess að þessum meðbyr muni fylgja hækkanir á lánshæfi ríkisins og einkunnum bankanna. Þarna er ákveðin vísbending um að efnahagsleg staða þjóðarbúsins sé betri en núverandi lánshæfismat ríkisins gefur til kynna og ef við höldum okkar striki muni það hækka í kjölfarið enda er það nú lágt miðað við önnur ríki í svipaðri stöðu,“ segir Björn. Hann tekur einnig fram að áætlun stjórnvalda um losun haftanna sé ekki eini stóri áhrifaþátturinn og nefnir einnig mikilvægi þessi að ríkið sé rekið með ábyrgum hætti. „Við teljum til dæmis að nýja fjárlagafrumvarpið sé gott skref í þá átt þar sem eru skattkerfisbreytingar sem eru í góðu samræmi við ráðgjöf alþjóðastofnana og auka þannig trúverðugleika okkar gagnvart umheiminum.“ Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu bankans um ákvörðun S&P að hún geti haft jákvæð áhrif á aðgengi Íslandsbanka að erlendu fjármagni. „Þetta hefur einhver áhrif á innlenda fjármögnun bankans en hefur mest að segja erlendis. Þar hefur þetta þau áhrif að áhugi fjárfesta eykst og vonandi gerir okkur kleift að ná betri verðum sem endurspeglast beint í útlánum til viðskiptavina sem taka lán í erlendri mynt,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann nefnir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur útflutningsfyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt. „Það er mjög stíft aðhald hjá okkur og hinum bönkunum um að lána ekki í erlendri mynt til annarra en þeirra sem eru með tekjur í erlendum myntum. Það er fyrst og fremst hjá þeim sem þetta hefur bein áhrif,“ segir Jón.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun