Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2014 11:35 Sigurjón Þ. Árnason var í morgun sýknaður af ákæru um umboðssvik. Vísir/GVA Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir í samtali við fréttastofu að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun komi sér ekki á óvart. Aðspurður hvort að hann búist við að dómnum verði áfrýjað segir hann að það sé nánast reglan að öllu sem varðar bankamenn sé áfrýjað. Sigurður hefur deilt mjög á sérstakan saksóknara og gagnrýnt rannsóknaraðferðir og málatilbúnað embættisins. Hann segist til dæmis ekki enn skilja hvers vegna Sigurjón var settur í gæsluvarðhald á sínum tíma. „Hann var settur í gæsluvarðhald í janúar 2011 í þágu rannsóknarhagsmuna sem að ég er ekki ennþá búinn að fá skilið hverjir voru. Það lá fyrir að Fjármálaeftirlitið og sérstakur saksóknari höfðu öll gögn Landsbankans undir höndum og hann gat ekki spillt neinum sönnunargögnum. Þannig að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sigurjóni var klárlega ekki í þágu rannsóknarhagsmuna heldur einhverra annarra hagsmuna,“ segir Sigurður. Þetta atriði, er þetta eitthvað sem þú verður að taka tillit ef að þetta ratar nú fyrir Hæstarétt? „Nei, ég held að ég muni nú ekki fjalla sérstaklega um það en það kemur auðvitað til skoðunar þegar fjallað er um refsingar og refsiákvarðanir hvað menn hafa þurft að þola á rannsóknartímanum. Við skulum hafa það hugfast að Sigurjón var fyrst yfirheyrður vegna þessa máls og annarra mála í júlí árið 2009. Hann er eiginlega búinn að vera stöðugt í yfirheyrslum og dómsölum vegna vinnu sinnar í Landsbankanum jafnlangan tíma og hann vann í bankanum.“ Kemur til álita að hann fari í einhvers konar skaðabótamál á hendur ríkinu? „Það má vel vera þegar upp er staðið en við sjáum bara hver verður niðurstaðan af öllu þessu argaþrasi sem hefur beinst gegn honum. Er hægt að taka menn úr sambandi í samfélaginu, halda þeim uppteknum af málsvörnum og yfirheyrslum, sitja svo kannski uppi sem saklausir menn, sem er náttúrulega í sjálfu sér ágætt, eftir 7-8 ár? Við skulum líka hafa það hugfast að það er ekki ennþá búið að ljúka rannsókn allra mála á hendur Sigurjóni hjá sérstökum saksóknara.“Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir í samtali við fréttastofu að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun komi sér ekki á óvart. Aðspurður hvort að hann búist við að dómnum verði áfrýjað segir hann að það sé nánast reglan að öllu sem varðar bankamenn sé áfrýjað. Sigurður hefur deilt mjög á sérstakan saksóknara og gagnrýnt rannsóknaraðferðir og málatilbúnað embættisins. Hann segist til dæmis ekki enn skilja hvers vegna Sigurjón var settur í gæsluvarðhald á sínum tíma. „Hann var settur í gæsluvarðhald í janúar 2011 í þágu rannsóknarhagsmuna sem að ég er ekki ennþá búinn að fá skilið hverjir voru. Það lá fyrir að Fjármálaeftirlitið og sérstakur saksóknari höfðu öll gögn Landsbankans undir höndum og hann gat ekki spillt neinum sönnunargögnum. Þannig að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sigurjóni var klárlega ekki í þágu rannsóknarhagsmuna heldur einhverra annarra hagsmuna,“ segir Sigurður. Þetta atriði, er þetta eitthvað sem þú verður að taka tillit ef að þetta ratar nú fyrir Hæstarétt? „Nei, ég held að ég muni nú ekki fjalla sérstaklega um það en það kemur auðvitað til skoðunar þegar fjallað er um refsingar og refsiákvarðanir hvað menn hafa þurft að þola á rannsóknartímanum. Við skulum hafa það hugfast að Sigurjón var fyrst yfirheyrður vegna þessa máls og annarra mála í júlí árið 2009. Hann er eiginlega búinn að vera stöðugt í yfirheyrslum og dómsölum vegna vinnu sinnar í Landsbankanum jafnlangan tíma og hann vann í bankanum.“ Kemur til álita að hann fari í einhvers konar skaðabótamál á hendur ríkinu? „Það má vel vera þegar upp er staðið en við sjáum bara hver verður niðurstaðan af öllu þessu argaþrasi sem hefur beinst gegn honum. Er hægt að taka menn úr sambandi í samfélaginu, halda þeim uppteknum af málsvörnum og yfirheyrslum, sitja svo kannski uppi sem saklausir menn, sem er náttúrulega í sjálfu sér ágætt, eftir 7-8 ár? Við skulum líka hafa það hugfast að það er ekki ennþá búið að ljúka rannsókn allra mála á hendur Sigurjóni hjá sérstökum saksóknara.“Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02
Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01