Viðskipti innlent

Síminn staðlar tölvukaup fyrir starfsfólk

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Jónsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrar Skipta, David McQuarrie framkvæmdastjóri Lenovo N-Evrópu og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Kristján Jónsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrar Skipta, David McQuarrie framkvæmdastjóri Lenovo N-Evrópu og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Aðsend mynd
Síminn hefur ákveðið að velja fartölvur úr koltrefjum fyrir starfsfólk sitt. Vélarnar, Lenovo X1 Carbon eru léttustu og sterkustu fartölvur sem Lenovo hefur framleitt. Þær vega einungis 1,28 kíló eru með 14 tommu skjá og eru aðeins 17,7 millimetrar að þykkt.

„Þetta er frábær vél sem varð fyrir valinu því við viljum bjóða starfsmönnum það besta sem völ er á,“ segir Kristján Jónsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrar Skipta, móðurfélags Símans í tilkynningu frá Nýherja. „Við vonumst til þess að tölvan geti átt sinn þátt í aukinni starfsánægju því það verður frábært að vinna á þennan grip.“

Sambærilegt efni og notað er í X1 tölvurnar er notað í framleiðslu á gervitunglum og eru einnig með snertiskjám. Það tók Lenovo tvö til þrjú ár að fullkomna framleiðsluferlana. Síminn hefur gert samning við Nýherja um kaup á tölvunum.

„Með því að staðla tölvukaup Símans er hægt að kaupa öflugri tölvur með meiri afslætti en áður þekktist og spara bæði tíma og fé við uppsetningu, þar sem tæknimenn þurfa ekki að setja sig inn í ólíka uppsetningu í hvert sinn sem starfsmaður skiptir um vél,“ segir Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×