Viðskipti innlent

Þarf að vera hægt að greiða út arð í erlendum gjaldeyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslandsbanki fór í alþjóðlegt skuldabréfaútboð í desember í fyrra sem nam 9 milljörðum íslenskra króna.
Íslandsbanki fór í alþjóðlegt skuldabréfaútboð í desember í fyrra sem nam 9 milljörðum íslenskra króna. Vísir/Vilhelm
Íslandsbanki hyggst fara í hlutabréfaútboð í London eða á Norðurlöndunum. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var fyrir helgi við Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra bankans, og Bloomberg greinir frá.

Jón Guðni segir í viðtalinu að erlent hlutabréfaútboð myndi „augljóslega“ gagnast núverandi eigendum bankans sem séu í raun ekki langtíma eigendur bankans. Þeir vilji því helst selja bréfin sín en gjaldeyrishöftin geti reynst hindrun.

„Áður en við getum farið í útboðið verðum við að vera viss um að geta greitt út arð í erlendum gjaldeyri,“ segir Jón Guðni. „Það þarf að vera alveg skýrt frá hendi Seðlabankans að við munum hafa þennan sveigjanleika þar sem það mun veita fjárfestum öryggi um að greiddur verði út arður af fjárfestingunni í framtíðinni.“

Íslandsbanki fór í alþjóðlegt skuldabréfaútboð í desember í fyrra. Yfir fjörutíu fjárfestar frá Norðurlöndunum tóku þátt í útboðinu sem nam 500 milljónum sænskra króna eða um níu milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×