Viðskipti innlent

Upphafskvótinn aðeins 260 þúsund tonn

Gissur Sigurðsson skrifar
Upphafskvóti á komandi loðnuvertíð verður aðeins 260 þúsund tonn ef farið verður að nýjum ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Kvóti íslenskra skipa gæti orðið langt innan við 200 þúsund tonn, vegna hlutdeildar annarra landa í kvótanum, þá einkum Norðmanna.

Útflutningsverðmæti af afla Íslendinga gæti numið 10 til 15 milljörðum króna, samkvæmt útreikningum Fiskifrétta, eða álíka og af síðustu vertíð, en verðmætið var 33 milljarðar á vertíðinni þar á undan.

Hafrannsóknastofnun mun aftur mæla stofninn upp úr áramótum, og binda hagsmunahópar vonir við að nýjar mælingar gefi tilefni til að auka við kvótann, eins og oft hefur gerst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×