Segir málatilbúnaðinn byggja á „eftiráspeki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2014 16:34 Vísir / Valli Munnlegum málflutningi í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar fyrrverandi miðlara í Landsbankanum, tók síðastur til máls. Reimar lýsti yfir sakleysi skjólstæðings síns og fór fram á að hann yrði sýknaður af öllum kröfum en til vara fór hann fram á lægstu mögulegu refsingu. Hann sagði Sindra hvorki hafa átt frumkvæði að, né tekið sjálfstæðar ákvarðanir í starfi sínu hjá Landsbankanum. Því sé ákæran með öllu óréttlætanleg. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar og vísaði í sálfræðirannsóknir á „eftiráspeki“. „Hvers vegna skildi það þá nú vera að málatilbúnaðurinn byggi beinlínis á því sem kallast eftiráspeki? [...] Hér er það ákæruvaldið sem er viturt eftir á.“ Áfram hélt hann hugleiðingum sínum um speki og fór því næst í „ef og hefði spekina“, sló svo á létta strengi sem virtist vekja mikla kátínu meðal ákveðinna aðila í réttarsal. Hann færði sig þó fljótt aftur yfir á alvarlegri nótur: „Í sakamáli er eftiráspeki óréttlætanleg gagnvart þeim sem eiga frelsi sitt í húfi.“ Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins ósanngjarnan og vísaði í ræðu sækjanda frá því í gær þar sem sagt var að Sindri hefði haft persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í Landsbankanum héldust sem hæst. Sagði hann sækjanda ekki hafa nokkur rök fyrir því og gagnrýndi harðlega skort á sönnunum. Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Munnlegum málflutningi í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar fyrrverandi miðlara í Landsbankanum, tók síðastur til máls. Reimar lýsti yfir sakleysi skjólstæðings síns og fór fram á að hann yrði sýknaður af öllum kröfum en til vara fór hann fram á lægstu mögulegu refsingu. Hann sagði Sindra hvorki hafa átt frumkvæði að, né tekið sjálfstæðar ákvarðanir í starfi sínu hjá Landsbankanum. Því sé ákæran með öllu óréttlætanleg. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar og vísaði í sálfræðirannsóknir á „eftiráspeki“. „Hvers vegna skildi það þá nú vera að málatilbúnaðurinn byggi beinlínis á því sem kallast eftiráspeki? [...] Hér er það ákæruvaldið sem er viturt eftir á.“ Áfram hélt hann hugleiðingum sínum um speki og fór því næst í „ef og hefði spekina“, sló svo á létta strengi sem virtist vekja mikla kátínu meðal ákveðinna aðila í réttarsal. Hann færði sig þó fljótt aftur yfir á alvarlegri nótur: „Í sakamáli er eftiráspeki óréttlætanleg gagnvart þeim sem eiga frelsi sitt í húfi.“ Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins ósanngjarnan og vísaði í ræðu sækjanda frá því í gær þar sem sagt var að Sindri hefði haft persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í Landsbankanum héldust sem hæst. Sagði hann sækjanda ekki hafa nokkur rök fyrir því og gagnrýndi harðlega skort á sönnunum.
Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30
Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49
Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00