Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2014 09:00 Sigurjón Árnason og lögmaður hans, Sigurður G. Guðjónsson. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar var um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki sannað að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða og sýknaði þess vegna Sigurjón og Elín af ákæru sérstaks saksóknara. Allur málskostnaður fellur á ríkissjóð.Dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar var um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4. júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum. Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga. Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki sannað að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða og sýknaði þess vegna Sigurjón og Elín af ákæru sérstaks saksóknara. Allur málskostnaður fellur á ríkissjóð.Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02
Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. 24. september 2014 12:01