Fleiri fréttir

Kínverjum gert kleift að greiða með greiðslukortum á Íslandi

China Union Pay hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækið Borgun um að hérlendis sé tekið á móti kortum Union Pay, en þau eru um tveir milljarðar talsins í 16 löndum Asíu. Þetta þýðir að nú geta kínverskir ferðamenn í fyrsta sinn greitt með kreditkortum í íslenskum verslunum og þjónustustöðum. Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu greina nánar frá þessu á blaðamannafundi í Perlunni í dag, en samkvæmt tilkynningu verður um að ræða táknræna athöfn til að bjóða kínverska ferðamenn til landsins.

Ekki í persónulegum ábyrgðum

Fjárfestirinn Jón Helgi Guðmundsson , kenndur við BYKO, reiknar með að halda sínum félögum hér á landi þó fjárfestingafélag hans sé skuldum vafið. Hann átti stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot og segir Brjáni Jónassyni hvað honum finnst um ásakanir á hendur stjórnendum bankans um markaðsmisnotkun og ræðir þann lærdóm sem hann hefur dregið af hruninu.

Verð á umbúðapappír hækkar um 43 prósent

Heimsmarkaðsverð á pappír sem notaður er í umbúðir hefur hækkað um rúm 43 prósent á síðustu þremur árum. Árið 2009 kostaði tonnið af bylgjupappír, sem notaður er í flestar gerðir pappakassa, um 440 evrur en hefur nú hækkað upp í 630 evrur.

Fréttaskýring: Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group.

Samið um 10 MW af raforku

Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Landsvirkjun afhendir GMR allt að tíu megavött af rafmagni til næstu sjö ára.

Kröfuhafar með stjórnartaumanna

Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna.

Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki

Nýtt ráðgjafarfyrirtæki, NýNA ehf., tók til starfa um síðustu mánaðamót en markmiðið stofnandans er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hvernig sækja megi um styrki frá Evrópusambandinu (ESB), þar á meðal um hina svokölluðu IPA-styrki sem veittir eru í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB.

Mikil eftirspurn eftir hlutum í Icelandair Group

Þreföld umframeftirspurn eftir hlutum Íslandsbanka í Icelandair Group hf. var í lokuðu uppboði sem lauk í dag. Bankinn hugðist selja 5% í félaginu en eftirspurnin var slík að þegar upp var staðið var tilboðum í 10,29% af útgefnu hlutafé tekið.

Iceland Express mátti auglýsa rýmri vélar

Iceland Express braut ekki lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar fyrirtækið auglýsti að „nýjar og betri flugvélar væru mun rýmri og að í þeim væri meira pláss". Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Þegar Iceland Express hóf að nota Airbus 320 vélar voru þær auglýstar og sagðar mun rýmri en eldri vélar félagsins. Icelandair kærði auglýsinguna til Neytendastofu og sagði að ekki væri fótur fyrir þeim fullyrðingum sem væru settar fram í þeim.

Bensínverð á Íslandi fylgir ekki heimsmarkaðsverði

Olíuverð hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum undanfarin misseri, en útsöluverð á bensíni til almennings hér á landi hefur ekki fylgt þeirri þróun. Líklegt er að bensínverð muni lækka enn frekar á næstunni.

Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör

Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu.

Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum

"Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan,“ segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni.

AUÐUR I hagnaðist um 700 milljónir

Hagnaður AUÐAR I fagfjárfestasjóðs nam 695 milljónum króna í fyrra, en ársreikningur fyrir síðasta ár var samþykktur á aðalfundi sjóðsins í dag. Arðsemi eigin fjár var 32%. Heildareignir í árslok voru 3.150 milljónir.

Landsbankinn hefur selt öll fyrirtæki í óskyldum rekstri

Á síðustu 24 mánuðum hefur Landsbankinn lokið við að selja öll lífvænleg fyrirtæki í óskyldum rekstri sem hann hefur fengið yfirráð yfir í kjölfar rekstrarerfiðleika þeirra við bankahrunið. Öll þessi rekstrarfélög eru nú komin í hendur eigenda sem geta einbeitt sér að uppbyggingu þeirra og vexti á komandi árum.

Herferð Greenpeace gæti beinst gegn Drekasvæðinu

Alþjóðleg barátta Greenpeace gegn olíuleit á Norðurslóðum gæti beinst gegn áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Í frétt á Vísi í gær kom fram að Bítillinn Paul McCartney er í hópi heimsfrægra stjarna sem ætla að styðja herferð Grænfriðunga. Svæðið sem íslensk stjórnvöld hafa boðið út á Jan Mayen-hryggnum til olíuleitar og vinnslu er allt norðan heimsskautsbaugs og telst því hluti af Norðurslóðum, eins og þær eru almennt skilgreindar.

Orkuveitan ver sig gegn gengissveiflum krónunnar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Arion banka til að verja fjárhag fyrirtækisins gegn gengissveiflum íslensku krónunnar. Samningurinn tryggir Orkuveitunni aðgang að erlendum gjaldeyri næstu sex árin og er verðmæti hans metið á um 15 milljarða króna.

Húsaleiguverð lækkar í borginni

Húsaleiguverð lækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands segir að vísitala leiguverðs hafi lækkað um 1,7% á svæðinu milli þessara mánaða.

Reginn inn í úrvalsvísitöluna

Fasteignafélagið Reginn, sem skráð verður í Kauphöll Íslands þann 2. júlí næstkomandi, mun taka sæti Atlantic Petroleum í OMXI6-úrvalsvísitölunni þegar viðskipti hefjast með bréf félagsins.

Tæplega 1.000 hluthafar - Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti mest

Hluthafar Regins hf., að loknu útboði félagsins, 957 talsins, og þar af eru smærri hluthafar, sem ekki eru á meðal 20 stærstu hluthafa, ríflega 33 prósent. Stærsti hluthafinn, að Eignhaldsfélagi Landsbankans ehf. frátöldu, er Lífeyrissjóður verzlunarmanna, með 8,26 prósent hlut.

Arnar efast um tölur OECD

Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir alrangt að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hafi verið neikvæð um 8% á ári að meðaltali frá árinu 2007. Raunávöxtunin að meðaltali er raunar neikvæð ef síðustu fjögur ár eru skoðuð í einu og þar vegur bankahrunið mest. Hins vegar er 8% ekki rétt tala.

Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði

Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware.

Virði Smáralindarinnar 4,5 milljarðar króna

Virði Smáralindarinnar er um 4,5 milljarðar króna samkvæmt verðmiðanum sem settur var á fasteignafélagið Reginn þegar Landsbankinn seldi 75 prósent hlut í félaginu í byrjun vikunnar. Bankastjóri Landsbankans segist sáttur við hvernig útboðið gekk.

Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast

Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast á Íslandi. Vísitala kaupmáttar launa í maí er 111,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%.

LS Retail semur við Advania

Hugbúnaðarhúsið LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar, ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum.

Spá því að verðbólgan lækki í 4,9% í júní

Greining Arion banka spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júní. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan halda áfram að lækka og verða 4,9% í júní, samanborið við 5,4% í maí.

Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði

Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins.

Gengi Haga komið niður fyrir 18

Gengi bréfa í Högum í Kauphöll Íslands er nú fallið niður fyrir 18 en í lok síðasta mánaðar fór gengið hæst í 18,95. Í morgun hefur gengið fallið um 0,83 prósent, eins og sjá má markaðsupplýsingavef Vísis.

Umframeftirspurn eftir hlutabréfum í Regin

Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Regin hf., dótturfélagi Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf., í almennu hlutafjárútboði sem lauk klukkan fjögur í gær. Í útboðinu bauð Eignarhaldsfélag Landsbankans allt að 975 milljónir hluta í Regin til sölu, eða sem nemur 75% hlutafjár í félaginu.

Byggingakostnaður hækkaði um 0,4%

Vísitala byggingarkostnaðar í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði og er nú um 115 stig. Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar.

Hagstofan mælir minnsta atvinnuleysi í maí í fjögur ár

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2012 að jafnaði 186.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.600 starfandi og 15.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,1%, hlutfall starfandi 76% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnuleysi hefur lækkað um 2,5 prósentustig frá því í maí 2011 en þá var atvinnuleysi 11%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í maí mánuði frá því 2008 þegar það mældist 4,3%

Íslandsbanki býður 5 prósent hlut í Icelandair til sölu

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu 5% eignarhlut í Icelandair Group hf. Núverandi eignarhlutur Íslandsbanka nemur 19,99%. Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta.

Dráttarvextir hækka

Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og eru komnir í 12,75%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um vexti.

Mjög ánægjuleg tíðindi fyrir samkeppnishæfni Íslands

Stóriðjuframkvæmdir fyrir yfir eitthundrað milljarða króna eru í farvatninu í Þingeyjarsýslum, við tvö kísilver og tvær virkjanir. Landsvirkjunarmenn segja þetta ánægjuleg tíðindi sem staðfesti samkeppnishæfni Íslands. Tvö fyrirtæki, Thorsil og PCC, stefna nú bæði að því að hefja smíði kísilverksmiðju við Húsavík á næsta ári.

Íslandsbanki braut lög um persónuvernd

Íslandsbanki braut persónuverndalög með útsendingu markpósts sem barst fermingarbarni og foreldrum hans í lok mars, enda eru þau öll bannmerkt í Þjóðskrá. Hjónin gerðu sérstaklega athugasemd við það að pósturinn hefði verið sendur á ólögráða einstakling sem mætti ekki gera fjárhagsskuldbindingar.

Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun

Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava.

Sterk rök fyrir aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka

"Ýmislegt mælir með aðskilnaði viðskiptabanka frá annarri fjármálaþjónustu og erfitt er að benda á haldbær rök gegn slíkum aðskilnaði,“ segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins á sviði greininga, í grein um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, sem birtist í Fjármálum, vefriti eftirlitsins í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir