Fleiri fréttir Íslenskt sprotafyrirtæki semur við Microsoft Íslenska sprotafyrirtækið Live Shuttle hefur náð samkomulagi við Microsoft um að þjónusta þess verði hýst í Azure skýi tæknirisans. 18.6.2012 20:30 Endurfjármagna lánin frá AGS og Norðurlöndunum Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands greiða í byrjun þessarar viku samtals 171 milljarð króna. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS. Um er að ræða fyrirframgreiðslu að fjárhæð sem nemur 62 milljörðum króna til AGS og 109 milljörðum króna til Norðurlandanna. Að þessum fyrirframgreiðslum loknum verður búið að greiða til baka 53% af upphaflegri lánsfjárhæð frá AGS og 59% af upphaflegri lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna. 18.6.2012 17:35 Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18.6.2012 16:26 Fjögur skip og 40 þotur með 16.000 ferðamenn koma í dag Rúmlega 16 þúsund ferðamenn eru væntanlegir til landsins í dag með fjórum skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og 40 þotum, sem lenda í Keflavík. 18.6.2012 06:50 Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18.6.2012 12:54 Fréttaskýring: Marorka 10 ára – Komin inn í ört vaxtarskeið Marorka hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. föstudag með því að undirrita samning við Eimskipafélag Íslands um innleiðingu á orkustjórnunarkerfi í skip félagsins, sem er hannað af Marorku. Fyrirtækið er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa kerfi félagsins verið sett upp í flotum skipafélaga víða um heim undanfarin ár. Með innleiðingu kerfis frá Marorku skipar Eimskip sér í hóp skipafélaga, sem sjá mikilvægi þess að nýta orkustjórnunarbúnað til að lágmarka eldsneytisnotkun og stuðla þannig að verndun umhverfisins og að aukinni rekstrarhagkvæmni. 18.6.2012 10:03 Máli gegn Tchenguiz verði hætt Gert er ráð fyrir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynni í dag að stofnunin muni hætta rannsókn á máli Vincents Tchenguiz. Rannsóknin snýr að viðskiptum hans við Kaupþing banka, en bræðurnir Robert og Vincent voru á meðal helstu skuldara bankans. Stofnunin hefur meðal annars verið sökuð um að hafa beitt húsleitarheimildum við rannsóknina án nægilegs tilefnis. Breska blaðið Daily Telegraph býst við því að stofnunin sendi i dag frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt verði hvað fór úrskeiðis í rannsókn á málið Vincents. Telegraph segist jafnframt gera ráð fyrir að málinu gegn Robert verði haldið áfram um sinn. 18.6.2012 09:57 Penninn seldur Undirritaður hefur verið samningur um sölu á Pennanum á Íslandi ehf. Seljandi er Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., og kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín. Ráðgjafi kaupenda var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Penninn á Íslandi ehf. auglýstur til sölu þann 5. janúar síðastliðinn og var gengið til viðræðna við þá sem áttu hagstæðasta boðið. Samningurinn nú er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 18.6.2012 17:06 Meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu slæmar Mikill meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar og þeim fækkar verulega sem búast við að þær batni á næstunni. Þetta eru helstu niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á vegum Samtaka atvinnulífsins. 18.6.2012 07:49 Yfirdráttarlánin tvöfaldast á síðustu þremur árum Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu þremur árum og eru nú svipuð og þau voru síðustu mánuðina fyrir hrun. Hver fjárráða einstaklingur skuldar nú að meðaltali rúmar þrjú hundruð þúsund krónur í yfirdrátt. 16.6.2012 19:14 Forstjóri Regins: Vonandi fær félagið trúverðuga og góða eigendur Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, sem skráð verður á markað síðar í sumar, segist binda vonir við að félagið fái góða og trúverðuga eigendur, sem tilbúnir verið að styðja við skynsamlegar ákvarðanir. Félagið sé stöðugt og gott rekstrarfélag með langatímaleigusamninga á góðum stöðum, m.a. í Smáralind og Egilshöll, sem eru stærstu einstöku fasteignir félagsins, sem samtals eru 27. "Þetta er spennandi og góður lokahnykkur á langt og strangt undirbúningsferli,“ segir Helgi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinkisins. 16.6.2012 09:30 Hvað er gengistryggt lán? - Hæstiréttur klofnar Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem tekist var á um hvort ákveðið lán væri lán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla (gengistryggt lán) eða hvort það væri lán í erlendum gjaldmiðli. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni en eins og kunnugt er eru gengistryggð lán ólögmæt. 15.6.2012 17:33 Icelandair stærra en SAS Markaðsvirði Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, er nú orðið meira en flugfélagsins SAS, sem lengi hefur verið þekktasta flugfélag Norðurlandanna. Virði Icelandair, miðað við gengið 6,6 er 33,15 miljarðar króna en virði SAS, miðað við gengið 99,24, er 32,6 milljarðar króna. 15.6.2012 17:02 Rektor mun ekki aðhafast í máli Ársæls Valfells Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mun ekki aðhafast frekar í máli Ársæls Valfells, lektors við viðskiptafræðideild skólans, vegna aðildar hans í að leka trúnaðargögnum um Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann, frá Fjármálaeftirlitinu. 15.6.2012 13:52 Fjórtán bæjarstjórar með yfir milljón í grunnlaun Grunnlaun bæjarstjóra á Íslandi eru æði misjöfn. Allt frá 400 þúsund krónum og upp í 1,2 milljónir króna. Ofan á það geta svo lagst ýmis konar hlunnindi sem geta numið allt að 350 þúsund krónum. 15.6.2012 14:38 Tefja með því að þegja og ljúga Á bilinu 10 til 20 hrunmál eru í lokarennsli eða bíða ákvörðunar saksóknara um ákæru, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sérstaks saksóknara. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni frá því að margir sakborningar hefðu neitað að tjá sig við skýrslutökur eða gefið rangan framburð. Hann telur dóm í Exeter-málinu hafa veigamikið fordæmisgildi og búast megi við fleiri þungum dómum. 15.6.2012 12:30 Richard Thomans: Bankakreppa í Evrópu í tvö ár í viðbót Greinandinn Richard Thomas segir að óvissan á evrusvæðinu sé helsta vandamál svæðisins í augnablikinu. Bankarnir sem slíkir standi ekki eins illa og margir halda, sagði í erindi í Hörpunni á ársfundi Bankasýslu ríkisins í gær. Thomas varaði sterklega við hruni íslenska bankakerfisins sumarið 2008, en var þá sagt að hann þyrfti á endurmenntun að halda. 15.6.2012 12:15 Áfengissalan jókst um 7,8% milli ára í maí Sala áfengis jókst um7,8% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Velta í smásöluverslun í maí jókst í flestum vöruflokkum frá sama mánuði í fyrra. Þetta á til dæmis bæði við um mat- og drykkjarvöru. 15.6.2012 10:43 Nýherji semur við Sendil um rafræna reikninga Nýherji og dótturfélög hafa gert samstarfssamning við Sendil um miðlun rafrænna reikninga. Þannig gefst Nýherja og dótturfélögum kostur á því að senda og taka á móti reikningum á rafræni formi, en í því felst verulegur sparnaður og hagræðing. 15.6.2012 09:17 Dögun: Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka eru afleiðuviðskipti Málefnahópur Dögunar um húsnæðismál varar neytendur við svokölluðu vaxtagreiðsluþaki Íslandsbanka. 15.6.2012 09:05 Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. 15.6.2012 08:00 Lántakar geti brugðist við sveiflum Mikilvægt er að lántakar með óverðtryggð húsnæðislán geti brugðist við sveiflum í greiðslubyrði. Þá skiptir máli fyrir lántaka með verðtryggð lán að kaupmáttur lántaka og raunverð íbúðahúsnæðis haldist nokkurn veginn í hendur á lánstímabilinu. 15.6.2012 07:30 Málarekstur gegn SFO hefur ekki áhrif Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), framkvæmdi í mars í fyrra húsleitir á ýmsum stöðum vegna rannsóknar sinnar á lánveitingum Kaupþings til bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz. 15.6.2012 06:00 OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. 15.6.2012 05:30 Spá hagvexti hér á landi yfir meðaltali á heimsvísu og minnkandi atvinnuleysi Hagvöxtur hér á landi verður 2,8 prósent á þessu ári samkvæmt spá Íslandsbanka, en ef það gengur eftir verður hann með því hæsta sem þekkist í Evrópu og yfir meðaltali á heimsvísu. Þá verður atvinnuleysi 6 prósent og mun lækka enn frekar á næstu árum. Íslandsbanki birti þjóhagsspá sína í dag en samkvæmt henni verður 2,8% hagvöxtur á þessu ári og verður hann drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingum og útflutningi. Þá mun jinnflutningur á vörum til landsins mun fara vaxandi samhliða auknum útflutningi. 14.6.2012 23:13 Lilja vill eintak af kolsvartri skýrslu PwC um SpKef Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur farið fram á að allir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd fái fái eintak af skýrslu PwC um SpKef. Auk þess óska hún eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem nefndarmönnum eru kynntar niðurstöður skýrslunnar. 14.6.2012 20:00 Þarf að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna málskostnaðar Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að 30 milljón króna greiðsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vegna málskostnaðar Glitnis í Englandi, væri ekki fullnaðargreiðsla. Þannig þarf Jón Ásgeir að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna kyrrsetningaraðgerða Glitnis. 14.6.2012 16:56 Afkoma Orkuveitunnar á síðasta ári sú besta í sögu fyrirtækisins Mikill árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur en mikil skuldabyrði var meginstefið í erindum forstjóra og fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur á opnum ársfundi fyrirtækisins í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að afkoma síðasta árs sé sú besta í sögu fyrirtækisins og hún þarf a vera það vegna hárra afborgana af lánum á næstu árum. 14.6.2012 17:13 Dómur í máli Jóns Ásgeirs gegn Glitni Í dag verður kveðinn um dómur í Hæstarétti í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Glitni. Málið varðar málskostnað vegna kyrrsetningaraðgerða í Englandi þar sem eignir Jóns í London voru frystar. 14.6.2012 15:08 Maðurinn sem þurfti „á endurmenntun að halda“ heldur erindi í Hörpu Maðurinn sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, sagði að þyrfti á endurmenntun að halda vegna ummæla sinna um bráðavanda íslensku bankanna sumarið 2008, og að stjórnvöld þyrftu tafarlaust að bregðast við, heldur erindi á ársfundi Bankasýslu ríkisins klukkan þrjú í dag. 14.6.2012 14:48 Stýrivaxtahækkunin kom Jóhönnu á óvart Stýrivaxtahækkun Seðlabankans kom Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á óvart. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 14.6.2012 13:42 Töpuðu 50 milljörðum á tveggja ára tímabili Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 50 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Á sama tíma jukust innlán hans um tugi milljarða. Rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2009, meðal annars launagreiðslur, var 2,3 milljarðar. 14.6.2012 12:06 Bein útsending frá fundi Íslandsbanka og VÍB Íslandsbanki og VÍB bjóða til opins fundar í Norðurljósasal Hörpunnar í dag. Fundurinn hófst klukkan 11:45 en á honum verður ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt auk þess sem sérfræðingar Íslandsbanka og VÍB fjalla um áhrif óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta á húsnæðislán og sparnað landsmanna. 14.6.2012 11:59 Mikill vöxtur í kortanotkun Íslendinga erlendis milli ára Umtalsverður vöxtur varð í kortaveltu Íslendinga erlendis í maí mánuði. Veltan á erlendri grundu jókst um 10,4% að raungildi frá sama tímabili fyrra árs. 14.6.2012 11:03 Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent Fasteignamat fyrir árið 2013, sem verið er kynna nú, hækkar að meðaltali um 7,4 prósent frá fyrra ári en heildarfasteignamat húsnæðis á landinu öllu er 4.715 milljarðar þar af íbúðahúsnæðis upp 3.105 milljarða. Mest hækkar fasteignamatið í Garðabæ, eða um 13,8 prósent. 14.6.2012 10:21 Launakostnaður hækkar milli ára Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá milli fjórða ársfjórðungs síðasta árs og til fyrsta ársfjórðungs í ár ársfjórðungi um 0,9% í iðnaði, 2,3% í verslun og 3,3% í samgöngum. Þá var heildarlaunakostnaður óbreyttur frá fyrri ársfjórðungi í byggingarstarfsemi. 14.6.2012 09:10 Heildaraflinn 11% meiri milli ára í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% meiri en í maí í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 26,8% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.6.2012 09:04 SpKef tapaði 50 milljörðum Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 14.6.2012 07:00 Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. 14.6.2012 06:00 Fríðindi starfsmanna SPKEF ekki gefin upp til skatts Fríðindi sem starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur nutu voru ekki gefin upp til skatts. Meðal annars er þar um að ræða greiðslu sjóðsins fyrir tryggingar handa starfsmönnum og afnot sparisjóðsstjórans af fasteign sjóðsins á Akureyri. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 13.6.2012 19:21 Ríkið hyggst selja hluti í Landsbankanum á þessu ári Íslenska ríkið hyggst selja hlut í Landsbankanum á þessu ári og því næsta, þangað til eignarhlutur ríkisins er kominn niður í tvo þriðju hluta af heildarhlutafé, en eignarhluturinn í dag er tæplega 82 prósent. Þetta kemur fram í viðtali Reuters fréttastofunnar við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. "Markmiðið er að hefja sölu á hlutum í Landsbankanum á þessu ári og selja litli hluti í einu, þangað til við erum komin niður í tvo þriðju af hlutafé,“ segir Jóhanna. 13.6.2012 15:09 Kringlan fékk alþjóðleg verðlaun Verslunarmiðstöðin Kringlan hlaut nýverið alþjóðleg verðlun frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva. Kringlan fékk silfurverðlaun í flokki "söludrifinna markaðsviðburða" meðal verslunarmiðstöðva í Evrópu árið 2012. 13.6.2012 12:44 Segir Grikki þurfa að hætta með evru svo hægt sé að bjarga henni Útganga Grikkja úr evrusamstarfinu gæti verið það sem þarf til að sannfæra Þjóðverja um að bjarga evrunni, segir fjármálaráðherra Bretlands. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kallar eftir auknum samruna meðal Evrópusambandsríkjanna á fjármálamarkaði með sameiginlegu fjármálaeftirliti og innistæðutrygginum. 13.6.2012 12:00 Samstaða má heita Samstaða - skuldaþrældómur raunhæfur möguleiki Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, segist óttast það að yngri kynslóðir Íslendinga muni glíma við mikinn skuldavanda ef ekki verði gripið til róttækra niðurfellinga skulda heimila og fyrirtækja. Lilja lýsir sjónarmiðum sínum og svarar spurningum varðandi þau, í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins, sem aðgengilegur er á Vísi.is. 13.6.2012 11:28 Fujitsu aftur í boði á Íslandi Japanski tæknirisinn Fujitsu hefur nú gengið til samstarfs við Opin kerfi um dreifingu, sölu og þjónustu á öllum vörutegundum fyrirtækisins. 13.6.2012 11:06 Sjá næstu 50 fréttir
Íslenskt sprotafyrirtæki semur við Microsoft Íslenska sprotafyrirtækið Live Shuttle hefur náð samkomulagi við Microsoft um að þjónusta þess verði hýst í Azure skýi tæknirisans. 18.6.2012 20:30
Endurfjármagna lánin frá AGS og Norðurlöndunum Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands greiða í byrjun þessarar viku samtals 171 milljarð króna. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS. Um er að ræða fyrirframgreiðslu að fjárhæð sem nemur 62 milljörðum króna til AGS og 109 milljörðum króna til Norðurlandanna. Að þessum fyrirframgreiðslum loknum verður búið að greiða til baka 53% af upphaflegri lánsfjárhæð frá AGS og 59% af upphaflegri lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna. 18.6.2012 17:35
Búið að skattleggja fataverslun úr landi Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%. 18.6.2012 16:26
Fjögur skip og 40 þotur með 16.000 ferðamenn koma í dag Rúmlega 16 þúsund ferðamenn eru væntanlegir til landsins í dag með fjórum skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og 40 þotum, sem lenda í Keflavík. 18.6.2012 06:50
Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. 18.6.2012 12:54
Fréttaskýring: Marorka 10 ára – Komin inn í ört vaxtarskeið Marorka hélt upp á tíu ára afmæli sitt sl. föstudag með því að undirrita samning við Eimskipafélag Íslands um innleiðingu á orkustjórnunarkerfi í skip félagsins, sem er hannað af Marorku. Fyrirtækið er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa kerfi félagsins verið sett upp í flotum skipafélaga víða um heim undanfarin ár. Með innleiðingu kerfis frá Marorku skipar Eimskip sér í hóp skipafélaga, sem sjá mikilvægi þess að nýta orkustjórnunarbúnað til að lágmarka eldsneytisnotkun og stuðla þannig að verndun umhverfisins og að aukinni rekstrarhagkvæmni. 18.6.2012 10:03
Máli gegn Tchenguiz verði hætt Gert er ráð fyrir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynni í dag að stofnunin muni hætta rannsókn á máli Vincents Tchenguiz. Rannsóknin snýr að viðskiptum hans við Kaupþing banka, en bræðurnir Robert og Vincent voru á meðal helstu skuldara bankans. Stofnunin hefur meðal annars verið sökuð um að hafa beitt húsleitarheimildum við rannsóknina án nægilegs tilefnis. Breska blaðið Daily Telegraph býst við því að stofnunin sendi i dag frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt verði hvað fór úrskeiðis í rannsókn á málið Vincents. Telegraph segist jafnframt gera ráð fyrir að málinu gegn Robert verði haldið áfram um sinn. 18.6.2012 09:57
Penninn seldur Undirritaður hefur verið samningur um sölu á Pennanum á Íslandi ehf. Seljandi er Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., og kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín. Ráðgjafi kaupenda var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Penninn á Íslandi ehf. auglýstur til sölu þann 5. janúar síðastliðinn og var gengið til viðræðna við þá sem áttu hagstæðasta boðið. Samningurinn nú er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 18.6.2012 17:06
Meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu slæmar Mikill meirihluti stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar og þeim fækkar verulega sem búast við að þær batni á næstunni. Þetta eru helstu niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á vegum Samtaka atvinnulífsins. 18.6.2012 07:49
Yfirdráttarlánin tvöfaldast á síðustu þremur árum Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu þremur árum og eru nú svipuð og þau voru síðustu mánuðina fyrir hrun. Hver fjárráða einstaklingur skuldar nú að meðaltali rúmar þrjú hundruð þúsund krónur í yfirdrátt. 16.6.2012 19:14
Forstjóri Regins: Vonandi fær félagið trúverðuga og góða eigendur Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, sem skráð verður á markað síðar í sumar, segist binda vonir við að félagið fái góða og trúverðuga eigendur, sem tilbúnir verið að styðja við skynsamlegar ákvarðanir. Félagið sé stöðugt og gott rekstrarfélag með langatímaleigusamninga á góðum stöðum, m.a. í Smáralind og Egilshöll, sem eru stærstu einstöku fasteignir félagsins, sem samtals eru 27. "Þetta er spennandi og góður lokahnykkur á langt og strangt undirbúningsferli,“ segir Helgi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinkisins. 16.6.2012 09:30
Hvað er gengistryggt lán? - Hæstiréttur klofnar Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem tekist var á um hvort ákveðið lán væri lán í íslenskum krónum, bundið gengi erlendra gjaldmiðla (gengistryggt lán) eða hvort það væri lán í erlendum gjaldmiðli. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni en eins og kunnugt er eru gengistryggð lán ólögmæt. 15.6.2012 17:33
Icelandair stærra en SAS Markaðsvirði Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, er nú orðið meira en flugfélagsins SAS, sem lengi hefur verið þekktasta flugfélag Norðurlandanna. Virði Icelandair, miðað við gengið 6,6 er 33,15 miljarðar króna en virði SAS, miðað við gengið 99,24, er 32,6 milljarðar króna. 15.6.2012 17:02
Rektor mun ekki aðhafast í máli Ársæls Valfells Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mun ekki aðhafast frekar í máli Ársæls Valfells, lektors við viðskiptafræðideild skólans, vegna aðildar hans í að leka trúnaðargögnum um Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismann, frá Fjármálaeftirlitinu. 15.6.2012 13:52
Fjórtán bæjarstjórar með yfir milljón í grunnlaun Grunnlaun bæjarstjóra á Íslandi eru æði misjöfn. Allt frá 400 þúsund krónum og upp í 1,2 milljónir króna. Ofan á það geta svo lagst ýmis konar hlunnindi sem geta numið allt að 350 þúsund krónum. 15.6.2012 14:38
Tefja með því að þegja og ljúga Á bilinu 10 til 20 hrunmál eru í lokarennsli eða bíða ákvörðunar saksóknara um ákæru, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sérstaks saksóknara. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni frá því að margir sakborningar hefðu neitað að tjá sig við skýrslutökur eða gefið rangan framburð. Hann telur dóm í Exeter-málinu hafa veigamikið fordæmisgildi og búast megi við fleiri þungum dómum. 15.6.2012 12:30
Richard Thomans: Bankakreppa í Evrópu í tvö ár í viðbót Greinandinn Richard Thomas segir að óvissan á evrusvæðinu sé helsta vandamál svæðisins í augnablikinu. Bankarnir sem slíkir standi ekki eins illa og margir halda, sagði í erindi í Hörpunni á ársfundi Bankasýslu ríkisins í gær. Thomas varaði sterklega við hruni íslenska bankakerfisins sumarið 2008, en var þá sagt að hann þyrfti á endurmenntun að halda. 15.6.2012 12:15
Áfengissalan jókst um 7,8% milli ára í maí Sala áfengis jókst um7,8% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Velta í smásöluverslun í maí jókst í flestum vöruflokkum frá sama mánuði í fyrra. Þetta á til dæmis bæði við um mat- og drykkjarvöru. 15.6.2012 10:43
Nýherji semur við Sendil um rafræna reikninga Nýherji og dótturfélög hafa gert samstarfssamning við Sendil um miðlun rafrænna reikninga. Þannig gefst Nýherja og dótturfélögum kostur á því að senda og taka á móti reikningum á rafræni formi, en í því felst verulegur sparnaður og hagræðing. 15.6.2012 09:17
Dögun: Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka eru afleiðuviðskipti Málefnahópur Dögunar um húsnæðismál varar neytendur við svokölluðu vaxtagreiðsluþaki Íslandsbanka. 15.6.2012 09:05
Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. 15.6.2012 08:00
Lántakar geti brugðist við sveiflum Mikilvægt er að lántakar með óverðtryggð húsnæðislán geti brugðist við sveiflum í greiðslubyrði. Þá skiptir máli fyrir lántaka með verðtryggð lán að kaupmáttur lántaka og raunverð íbúðahúsnæðis haldist nokkurn veginn í hendur á lánstímabilinu. 15.6.2012 07:30
Málarekstur gegn SFO hefur ekki áhrif Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), framkvæmdi í mars í fyrra húsleitir á ýmsum stöðum vegna rannsóknar sinnar á lánveitingum Kaupþings til bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz. 15.6.2012 06:00
OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. 15.6.2012 05:30
Spá hagvexti hér á landi yfir meðaltali á heimsvísu og minnkandi atvinnuleysi Hagvöxtur hér á landi verður 2,8 prósent á þessu ári samkvæmt spá Íslandsbanka, en ef það gengur eftir verður hann með því hæsta sem þekkist í Evrópu og yfir meðaltali á heimsvísu. Þá verður atvinnuleysi 6 prósent og mun lækka enn frekar á næstu árum. Íslandsbanki birti þjóhagsspá sína í dag en samkvæmt henni verður 2,8% hagvöxtur á þessu ári og verður hann drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingum og útflutningi. Þá mun jinnflutningur á vörum til landsins mun fara vaxandi samhliða auknum útflutningi. 14.6.2012 23:13
Lilja vill eintak af kolsvartri skýrslu PwC um SpKef Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur farið fram á að allir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd fái fái eintak af skýrslu PwC um SpKef. Auk þess óska hún eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem nefndarmönnum eru kynntar niðurstöður skýrslunnar. 14.6.2012 20:00
Þarf að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna málskostnaðar Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að 30 milljón króna greiðsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vegna málskostnaðar Glitnis í Englandi, væri ekki fullnaðargreiðsla. Þannig þarf Jón Ásgeir að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna kyrrsetningaraðgerða Glitnis. 14.6.2012 16:56
Afkoma Orkuveitunnar á síðasta ári sú besta í sögu fyrirtækisins Mikill árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur en mikil skuldabyrði var meginstefið í erindum forstjóra og fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur á opnum ársfundi fyrirtækisins í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að afkoma síðasta árs sé sú besta í sögu fyrirtækisins og hún þarf a vera það vegna hárra afborgana af lánum á næstu árum. 14.6.2012 17:13
Dómur í máli Jóns Ásgeirs gegn Glitni Í dag verður kveðinn um dómur í Hæstarétti í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Glitni. Málið varðar málskostnað vegna kyrrsetningaraðgerða í Englandi þar sem eignir Jóns í London voru frystar. 14.6.2012 15:08
Maðurinn sem þurfti „á endurmenntun að halda“ heldur erindi í Hörpu Maðurinn sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, sagði að þyrfti á endurmenntun að halda vegna ummæla sinna um bráðavanda íslensku bankanna sumarið 2008, og að stjórnvöld þyrftu tafarlaust að bregðast við, heldur erindi á ársfundi Bankasýslu ríkisins klukkan þrjú í dag. 14.6.2012 14:48
Stýrivaxtahækkunin kom Jóhönnu á óvart Stýrivaxtahækkun Seðlabankans kom Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á óvart. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 14.6.2012 13:42
Töpuðu 50 milljörðum á tveggja ára tímabili Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 50 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Á sama tíma jukust innlán hans um tugi milljarða. Rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2009, meðal annars launagreiðslur, var 2,3 milljarðar. 14.6.2012 12:06
Bein útsending frá fundi Íslandsbanka og VÍB Íslandsbanki og VÍB bjóða til opins fundar í Norðurljósasal Hörpunnar í dag. Fundurinn hófst klukkan 11:45 en á honum verður ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt auk þess sem sérfræðingar Íslandsbanka og VÍB fjalla um áhrif óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta á húsnæðislán og sparnað landsmanna. 14.6.2012 11:59
Mikill vöxtur í kortanotkun Íslendinga erlendis milli ára Umtalsverður vöxtur varð í kortaveltu Íslendinga erlendis í maí mánuði. Veltan á erlendri grundu jókst um 10,4% að raungildi frá sama tímabili fyrra árs. 14.6.2012 11:03
Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent Fasteignamat fyrir árið 2013, sem verið er kynna nú, hækkar að meðaltali um 7,4 prósent frá fyrra ári en heildarfasteignamat húsnæðis á landinu öllu er 4.715 milljarðar þar af íbúðahúsnæðis upp 3.105 milljarða. Mest hækkar fasteignamatið í Garðabæ, eða um 13,8 prósent. 14.6.2012 10:21
Launakostnaður hækkar milli ára Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá milli fjórða ársfjórðungs síðasta árs og til fyrsta ársfjórðungs í ár ársfjórðungi um 0,9% í iðnaði, 2,3% í verslun og 3,3% í samgöngum. Þá var heildarlaunakostnaður óbreyttur frá fyrri ársfjórðungi í byggingarstarfsemi. 14.6.2012 09:10
Heildaraflinn 11% meiri milli ára í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% meiri en í maí í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 26,8% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.6.2012 09:04
SpKef tapaði 50 milljörðum Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 14.6.2012 07:00
Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. 14.6.2012 06:00
Fríðindi starfsmanna SPKEF ekki gefin upp til skatts Fríðindi sem starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur nutu voru ekki gefin upp til skatts. Meðal annars er þar um að ræða greiðslu sjóðsins fyrir tryggingar handa starfsmönnum og afnot sparisjóðsstjórans af fasteign sjóðsins á Akureyri. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 13.6.2012 19:21
Ríkið hyggst selja hluti í Landsbankanum á þessu ári Íslenska ríkið hyggst selja hlut í Landsbankanum á þessu ári og því næsta, þangað til eignarhlutur ríkisins er kominn niður í tvo þriðju hluta af heildarhlutafé, en eignarhluturinn í dag er tæplega 82 prósent. Þetta kemur fram í viðtali Reuters fréttastofunnar við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. "Markmiðið er að hefja sölu á hlutum í Landsbankanum á þessu ári og selja litli hluti í einu, þangað til við erum komin niður í tvo þriðju af hlutafé,“ segir Jóhanna. 13.6.2012 15:09
Kringlan fékk alþjóðleg verðlaun Verslunarmiðstöðin Kringlan hlaut nýverið alþjóðleg verðlun frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva. Kringlan fékk silfurverðlaun í flokki "söludrifinna markaðsviðburða" meðal verslunarmiðstöðva í Evrópu árið 2012. 13.6.2012 12:44
Segir Grikki þurfa að hætta með evru svo hægt sé að bjarga henni Útganga Grikkja úr evrusamstarfinu gæti verið það sem þarf til að sannfæra Þjóðverja um að bjarga evrunni, segir fjármálaráðherra Bretlands. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kallar eftir auknum samruna meðal Evrópusambandsríkjanna á fjármálamarkaði með sameiginlegu fjármálaeftirliti og innistæðutrygginum. 13.6.2012 12:00
Samstaða má heita Samstaða - skuldaþrældómur raunhæfur möguleiki Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, segist óttast það að yngri kynslóðir Íslendinga muni glíma við mikinn skuldavanda ef ekki verði gripið til róttækra niðurfellinga skulda heimila og fyrirtækja. Lilja lýsir sjónarmiðum sínum og svarar spurningum varðandi þau, í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins, sem aðgengilegur er á Vísi.is. 13.6.2012 11:28
Fujitsu aftur í boði á Íslandi Japanski tæknirisinn Fujitsu hefur nú gengið til samstarfs við Opin kerfi um dreifingu, sölu og þjónustu á öllum vörutegundum fyrirtækisins. 13.6.2012 11:06
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur