Viðskipti innlent

Arnar efast um tölur OECD

BBI skrifar
Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða.
Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða.
Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir alrangt að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hafi verið neikvæð um 8% á ári að meðaltali frá árinu 2007. Raunávöxtunin að meðaltali sé raunar neikvæð ef síðustu fjögur ár eru skoðuð í einu og þar vegi bankahrunið mest. Hins vegar sé 8% ekki rétt tala.

„Áhrif hrunsins munu auðvitað lengi koma fram í meðaltalsávöxtun þó einhver ár leggist við. En þessar tölur passa engan vegin við það sem ég þekki. Þetta kemur mér mjög á óvart," segir Arnar.

Yfirlit yfir hreina raunávöxtun lífeyrissjóða.Mynd/Landsamtaka Lífeyrissjóða
Í frétt á Vísi í morgun kom fram að raunávöxtun lífeyrissjóðanna hér á landi væri sú versta í öllum OECD löndunum. Þar var byggt á nýrri skýrslu OECD ríkjanna um lífeyrissjóði og frammistöðu þeirra frá hruni og því slegið fram að ávöxtunin væri neikvæð um 8% á ári.

Samkvæmt tölum frá Landssamtaka Lífeyrissjóða var hrein raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða neikvæð um 21,5% árið 2008. Strax eftir það byrjuðu lífeyrissjóðirnir að rétta úr kútnum. Árið 2009 var raunávöxtunin jákvæð um 0,3%. Árið 2010 var hún 2,7% og á síðasta ári 2,4%. Miðað við það er því fjarri lagi að hún sé neikvæð um 8% á ári að meðaltali á tímabilinu. 4% prósent væri nær lagi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×