Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði Magnús Halldórsson skrifar 21. júní 2012 14:28 Stefán Hrafnkelsson, aðaleigandi, stofnandi og framkvæmdastjóri Betware. Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði leikja- og hugbúnaðarlausna og með yfir 16 ára reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur fengið ISO 27001 öryggisvottun og SCS vottun frá World Lottery Association. Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í viðkomandi landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 100 talsins, og er fyrirtækið með starfsstöðvar í Danmörku, Spáni og Serbíu, auk höfuðstöðvar á Íslandi. Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Betware, segist ánægður með þetta samstarf. „Við erum afar stolt af þessum tveimur áföngum. Bæði CIRSA og Danske Spil eru leiðandi á sínum mörkuðum og við trúum að hugbúnaðarlausnir okkar muni auka sölu þessara fyrirtækja í gegnum Internetið og snjallsíma. Við væntum þess að þessir áfangar styrki Betware til framtíðar. " Danska ríkislottóið, Danske Spil (www.danskespil.dk), hefur nýverið tekið í notkun snjallsímalausn Betware fyrir lottó-, skafmiða- og getraunaleiki. Í henni felst að danskir spilarar geta nú keypt lottó- og skafmiða og tippað á íþróttaleiki í gegnum snjallsímann sinn. „Betware hefur átt farsællt samstarf við Danske Spil frá árinu 2001 og er þetta í fyrsta sinn sem snjallsímaeigendum gefst kostur á að taka þátt í leikjum fyrirtæksins í gegnum símann sinn. Danska lottóið þykir eitt það framsæknasta á sínu sviði í heiminum en í dag eru yfir 25% af heildarsölu fyrirtækisins í gegnum Internetið og fer sú hlutdeild vaxandi," segir í tilkynningu frá Betware. Jafnframt hefur CIRSA Gaming Corporation tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni (www.cirsa.es). Betware hóf samstarf við CIRSA á seinni hluta ársins 2011 en CIRSA er leiðandi í leikjaiðnaði á Spáni og í spænskumælandi löndum. CIRSA er eitt af fyrstu leikjafyrirtækjunum til að taka í notkun leikjalausnir á Internetinu sem falla að nýjum reglum á spænskum markaði. Um er að ræða hugbúnaðarlausn frá Betware sem gerir CIRSA kleift að tengja saman leiki frá ólíkum leikjaframleiðendum. Sonia Carabante, framkvæmdastjóri eGaming hjá CIRSA, segist í fréttatilkynningu frá Betware, fullviss um að framúrskarandi samsetning leikjalausna frá þeim hugbúnaðarframleiðendum sem CIRSA hefur kosið að vinna með auki á velgengni fyrirtækisins. „Betware hefur gegnt lykilhluverki við að samhæfa allar bestu leikjalausnirnar sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar," segir Sonia Carabante. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. Betware er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði leikja- og hugbúnaðarlausna og með yfir 16 ára reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið hefur fengið ISO 27001 öryggisvottun og SCS vottun frá World Lottery Association. Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í viðkomandi landi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 100 talsins, og er fyrirtækið með starfsstöðvar í Danmörku, Spáni og Serbíu, auk höfuðstöðvar á Íslandi. Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Betware, segist ánægður með þetta samstarf. „Við erum afar stolt af þessum tveimur áföngum. Bæði CIRSA og Danske Spil eru leiðandi á sínum mörkuðum og við trúum að hugbúnaðarlausnir okkar muni auka sölu þessara fyrirtækja í gegnum Internetið og snjallsíma. Við væntum þess að þessir áfangar styrki Betware til framtíðar. " Danska ríkislottóið, Danske Spil (www.danskespil.dk), hefur nýverið tekið í notkun snjallsímalausn Betware fyrir lottó-, skafmiða- og getraunaleiki. Í henni felst að danskir spilarar geta nú keypt lottó- og skafmiða og tippað á íþróttaleiki í gegnum snjallsímann sinn. „Betware hefur átt farsællt samstarf við Danske Spil frá árinu 2001 og er þetta í fyrsta sinn sem snjallsímaeigendum gefst kostur á að taka þátt í leikjum fyrirtæksins í gegnum símann sinn. Danska lottóið þykir eitt það framsæknasta á sínu sviði í heiminum en í dag eru yfir 25% af heildarsölu fyrirtækisins í gegnum Internetið og fer sú hlutdeild vaxandi," segir í tilkynningu frá Betware. Jafnframt hefur CIRSA Gaming Corporation tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni (www.cirsa.es). Betware hóf samstarf við CIRSA á seinni hluta ársins 2011 en CIRSA er leiðandi í leikjaiðnaði á Spáni og í spænskumælandi löndum. CIRSA er eitt af fyrstu leikjafyrirtækjunum til að taka í notkun leikjalausnir á Internetinu sem falla að nýjum reglum á spænskum markaði. Um er að ræða hugbúnaðarlausn frá Betware sem gerir CIRSA kleift að tengja saman leiki frá ólíkum leikjaframleiðendum. Sonia Carabante, framkvæmdastjóri eGaming hjá CIRSA, segist í fréttatilkynningu frá Betware, fullviss um að framúrskarandi samsetning leikjalausna frá þeim hugbúnaðarframleiðendum sem CIRSA hefur kosið að vinna með auki á velgengni fyrirtækisins. „Betware hefur gegnt lykilhluverki við að samhæfa allar bestu leikjalausnirnar sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar," segir Sonia Carabante.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira