Viðskipti innlent

Eignir bankanna komnar yfir 3.000 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 3.008 milljörðum kr. í lok janúar sl. og höfðu því hækkað um 54,5 milljarða kr. frá því í desember. Innlendar eignir námu 2.628 milljörðum .kr. og höfðu þá hækkað um 30,9 milljarða kr. frá síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að verðtryggð skuldabréf heimila hækka nokkuð frá því í desember en það skýrist af yfirfærslu íbúðabréfa Kaupþings Mortgage Fund yfir í Arion banka. Erlendar eignir námu 380 milljörðum kr. í lok janúar og höfðu þá hækkað um 23,6 milljarða kr. frá fyrri mánuði.

Í lok janúar námu skuldir innlánsstofnana 2.527 milljörðum .kr. og höfðu þá hækkað um 57,4 milljarða kr. frá desember. Þar af voru innlendar skuldir 2.383 milljarðar kr. en erlendar skuldir 144 milljarðar kr. Eigið fé innlánsstofnana í lok janúar sl. var 482 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×