Viðskipti innlent

Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Axelsson er einn þeirra sem vann álitið
Karl Axelsson er einn þeirra sem vann álitið
Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja.



Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu.

Í álitinu segir að af dóminum megi það eitt ráða að innheimta óverðtryggðra seðlabankavaxta sé óheimil þegar fullnaðarkvittun liggi fyrir, enda séu aðstæður að öðru leyti sambærilegar og í dómi Hæstaréttar. Liggi ekki fyrir fullnaðarkvittun megi krefjast óverðtryggðra seðlabankavaxta afturvirkt. Ef lántaki sé í vanskilum með vaxtagreiðslur liggi ekki fyrir fullnaðarkvittanir vegna þeirra gjalddaga sem séu í vanskilum. Því megi krefjast óverðtryggðra seðlabankavaxta afturvirkt vegna þeirra gjalddaga.

Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×