Viðskipti innlent

Atvinnubílstjórar skipta yfir í metan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þó nokkur fjöldi flutningabílstjóra hefur brugðist við hækkun á bensínverði með því að láta breyta vélum á bílum sínum í metanvélar eða keypt bíla með slíkar vélar. Þetta segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bílstjórafélagsins Frama, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ekki líkur á því að bílstjórar geti fært sig í auknu máli í rafmagnsbíla. „Ekki eins og það er í dag. Þetta eru svo fáir kílómetrar sem hægt er að aka og það held ég að gæfist ekki," segir Ástgeir.

Ástgeir er ósáttur við það hvernig ríkisvaldið tekur í hugmyndir þingmanna í minnihlutanum um lækkun á álögum á bensín. „Þetta er alveg með ólíkindum hvernig ríkisvaldið tekur á þessu," segir Ástgeir og gefur lítið fyrir rök ráðamanna. „Ég botna ekkert í þessu. Það er eins og ráðamenn tali við þjóðina eins og þeir séu bölvaðir hálfvitar," segir Ástgeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×