Viðskipti innlent

Nýjum einkahlutafélögum fjölgaði um 6%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flest gjaldþrot voru í bygginga- og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot voru í bygginga- og mannvirkjagerð. mynd/ anton.
Um sex prósent fleiri einkahlutafélög voru skráð í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nú voru 148 félög skráð en 139 í fyrra. Flest einkahlutafélög voru skráð í fasteignaviðskiptum.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði jafnframt um 6% í síðasta mánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Í janúar síðastliðnum voru 89 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 95 fyrirtæki í janúar 2011. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×