Viðskipti innlent

Icelandair Group greiðir 800 milljónir í arð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutafjáreigendur í Icelandair Group munu fá greiddar samtals 800 milljónir króna í arð samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins mun leggja fyrir aðalfund sem haldinn verður þann 23. mars næstkomandi . Um er að ræða 20,3% af hagnaði síðasta árs, en hann nam 3,93 milljörðum króna.

Þá leggur stjórn Icelandair Group til við aðalfund félagsins að stjórnarmenn fái 250 þúsund krónur á mánuði, formaður fái 500 þúsund krónur á mánuði og varaformaður fái 375 þúsund krónur á mánuði. Á fréttavef Viðskiptablaðsins kemur fram að þarna sé um að ræða launahækkun stjórnarmanna um helming.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×