Breyttir skilmálar á lánum hafa ekki áhrif á rétt fólks Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2012 14:44 Karl Axelsson er einn þeirra lögmanna sem unnu lögfræðiálitið. Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengu greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. Í álitinu segir að sérstök sjónarmið eigi við um tilvik þar sem frumkvæði að breytingu greiðslna hafi alfarið verið hjá lánveitanda og/eða stjórnvöldum, en ekki lántaka og því sérstaklega lýst yfir að lántaki glati engum rétti með því að samþykkja viðkomandi greiðslufyrirkomulag. Við slíkar aðstæður sé líklegra en hitt að dómstólar muni telja að skuldurum, sem hafi verið í fullum skilum áður en slíkum breytingum var komið á og sýnt þannig greiðslugetu og greiðsluvilja, hafi verið rétt að líta svo á að efndir þeirra í samræmi við slíkar breytingar hafi falið sér ígildi fullnaðargreiðslu á upprunalegri skuldbindingu. Hafi lántaki á hinn bóginn verið í vanskilum með afborganir sínar geti hann ekki hafa vænst þess að loforð fjármálafyrirtækja myndi veita honum betri rétt, enda geti hann ekki talist hafa verið í góðri trú um að hafa verið í fullum efndum með lán sitt áður en loforðið var gefið. Lögfræðingarnir sem skrifa álitið taka þó skýrt fram að þetta mat sé ekki vafalaust og það eigi sér ekki beina stoð í forsendum dómsins, en úr þeim lagalega vafa verði aðeins leyst með ótvíræðum hætti fyrir dómi. Það voru Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður sem unnu álitið. Tengdar fréttir Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10 Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengu greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. Í álitinu segir að sérstök sjónarmið eigi við um tilvik þar sem frumkvæði að breytingu greiðslna hafi alfarið verið hjá lánveitanda og/eða stjórnvöldum, en ekki lántaka og því sérstaklega lýst yfir að lántaki glati engum rétti með því að samþykkja viðkomandi greiðslufyrirkomulag. Við slíkar aðstæður sé líklegra en hitt að dómstólar muni telja að skuldurum, sem hafi verið í fullum skilum áður en slíkum breytingum var komið á og sýnt þannig greiðslugetu og greiðsluvilja, hafi verið rétt að líta svo á að efndir þeirra í samræmi við slíkar breytingar hafi falið sér ígildi fullnaðargreiðslu á upprunalegri skuldbindingu. Hafi lántaki á hinn bóginn verið í vanskilum með afborganir sínar geti hann ekki hafa vænst þess að loforð fjármálafyrirtækja myndi veita honum betri rétt, enda geti hann ekki talist hafa verið í góðri trú um að hafa verið í fullum efndum með lán sitt áður en loforðið var gefið. Lögfræðingarnir sem skrifa álitið taka þó skýrt fram að þetta mat sé ekki vafalaust og það eigi sér ekki beina stoð í forsendum dómsins, en úr þeim lagalega vafa verði aðeins leyst með ótvíræðum hætti fyrir dómi. Það voru Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður sem unnu álitið.
Tengdar fréttir Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10 Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24. febrúar 2012 14:10