Fleiri fréttir Áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 7,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og að raungildi hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1,6 prósent á tímabilinu. Í september voru verðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímili í fyrra. Aukningin er 31 prósent. 19.10.2011 13:15 ESA samþykkir kaup Íslandsbanka á Byr Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur heimilað fyrir sitt leyti kaup Íslandsbanka á Byr. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vefsíðu ESA. 19.10.2011 12:02 Ekki hægt að skýla sér á bakvið sérfræðinga Sakborningar geta keypt sér sérfræðiaðstoð, en þeir bera sjálfir ábyrgð á því að skattskil séu með réttum hætti. Þetta sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari i málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í skattahluta Baugsmálsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs, auk fjárfestingafélaginu Gaumi. 19.10.2011 11:38 Vilja að fólk geti „skilað húsnæðinu“ Ein af tillögum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, sem kynntar hafa verið í sérstöku riti sem aðgengilegt er á vef flokksins, er sú að fólk sem ekki ræður við afborganir á húsnæðisláni sínu geti skilað húsnæðinu til lánastofnunar sinnar og setið eftir með hreint borð. 19.10.2011 11:32 Jóni Ásgeiri og Stefáni var hótað handtöku við rannsókn málsins Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Stefáni Hilmarssyni, fyrrverandi endurskoðanda fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs, var hótað handtöku þegar skattahluti Baugsmálsins var á rannsóknarstigi, ef þeir mættu ekki til yfirheyrslu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara þegar málflutningur í skattahluta Baugsmálsins hófst í morgun. 19.10.2011 09:58 Skortur á ófaglærðu starfsfólki háir fyrirtækjum Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmenntun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur. 19.10.2011 09:37 Starfandi fólki fjölgaði um 1.600 milli ára Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi í ár var 171.800 manns og fjölgar um 1.600 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 182.500 manns sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. 19.10.2011 09:17 Atvinnulausum fækkaði um 1.000 milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 10.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 5,6% hjá körlum og 6,2% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 1.000 manns. 19.10.2011 09:07 „Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta“ "Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu,“ segir Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. 19.10.2011 08:50 Spá því að verðbólgan lækki í 5,4% Greining Íslandsbanka spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,7% og í 5,4% í október. Gangi spáin eftir yrði það í fyrsta sinn sem verðbólgan á landinu lækkar milli mánaða frá því í janúar á þessu ári. 19.10.2011 08:06 Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. 19.10.2011 07:56 Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 326,1 stig í september 2011 og hækkar um 1,3% frá fyrri mánuði. 19.10.2011 07:22 Nikita veldi í örum vexti Nikita hefur hannað og látið framleiða eigin snjóbrettalínu sem kemur á markað í Evrópu, Asíu og Ameríku með haustinu 2012. Mikilvægum áfanga náð segir Aðalheiður Birgisdóttir einn eigenda og stofnenda fyrirtækisins. 19.10.2011 05:00 Hæsta tilboð í Perluna tilkynnt á komandi dögum Orkuveitan telur ekki tímabært að gefa upp hvert besta tilboðið í Perluna er. Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Vísi. Eins og greint frá fyrr í kvöld þá höfðu sex tilboð í Perluna borist þegar að tilboðsfrestur rann út síðdegis í dag. 18.10.2011 20:16 Sex kauptilboð bárust í Perluna Sex kauptilboð bárust í Perluna en frestur til að skila tilboðunum rann út í dag og voru þau opnuð síðdegis. Í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem á Perluna, segir að tilboðin séu nokkuð ólík að gerð og uppbyggingu og farið verður yfir þau og þau metin á næstu dögum, m.t.t. hugsanlegra fyrirvara eða skilmála sem í þeim kunna að vera. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka á Öskuhlíð sem ekki verða seldir og munu áfram þjóna hitaveitunni í Reykjavík. 18.10.2011 19:07 Íbúðahúsnæði hækkaði um 1,3% Fermetraverð á íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,3% í september, samkvæmt mælingum Fasteignaskrár Íslands. Síðastliðna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 1,5%, hækkunin síðastliðið hálft ár nemur 5,5% og síðastliðna tólf mánuði hefur hækkunin numið 7,3%. 18.10.2011 17:17 Ráðinn viðskiptastjóri hjá Microsoft Ísland Sigurjón Birgir Hákonarsson tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem viðskiptastjóri stærri fyrirtækja hjá Microsoft Ísland. Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands og yfir 15 ára starfsreynslu í upplýsingatæknigeiranum. Þar af hefur hann um fimm ára stjórnunarreynslu. 18.10.2011 15:20 Þriðjungur fyrirtækja segir stjórnvöld helsta vandamálið Rúmlega þriðjungur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núverandi aðstæður og tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórnvalda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var dagana 6.-11. október 2011. 18.10.2011 14:23 Sigríður ráðin til Seðlabanka Íslands Sigríður Benediktsdóttir hefur verið ráðin til Seðlabanka Íslands sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika. Frá þessu var greint á vef Seðlabankans í dag. 18.10.2011 12:55 Ernir fluttu 19.000 farþega til og frá Eyjum á einu ári Farþegafjöldi hjá flugfélaginu Ernir í áætlunarflugi til Vestmannaeyja nam 19.000 manns á fyrsta árinu. Býst félagið við að fjöldinn fari töluvert yfir 20.000 á næsta ári. 18.10.2011 10:57 OR selur eignir fyrir 588,7 milljónir króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur að undanförnu selt sjö eignaeiningar fyrirtækisins fyrir samtals 588,7 milljónir króna, samkvæmt formlegu svari OR við fyrirspurn fréttastofu. Tilboðsfrestur í einu eignina sem enn er í söluferli, Perluna, rennur út í dag. Ákveðið var að fara út í söluna á eignunum vegna aðhalds í rekstri. 18.10.2011 10:22 Virðingarleysi "fyrir lögum og reglum“ Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að íslensk stjórnsýsla hafi verið vanbúin til þess að takast á þá atburði sem skóku landið haustið 2008. Alltof lítil festa hafi einkennt samskipti innan stjórnsýslunnar sem og "virðingarleysi fyrir lögum og reglum“. Þetta kemur fram í grein sem Oddný skrifar í tilefni af því að um þrjú ár eru nú liðin frá falli bankanna. 18.10.2011 09:30 Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun Alþjóðlega öryggisvottunarfyrirtækið British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun Nýherja um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi. 18.10.2011 09:22 Fyrsta dómsmálið gegn FME fyrir héraðsdómi í dag Í dag verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrsta dómsmálið gegn Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir hrunið haustið 2008. Það er Ingólfur Guðmundsson sem höfðaði málið gegn Fjármálaeftirlitinu en hann krefst þess að sú stjórnarathöfn eftirlitsins að lýsa hann óhæfan til að starfa sem framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga verði dæmd ógild. 18.10.2011 08:10 Alcoa gæti átt 300 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun Alcoa gæti átt um 600 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun og Landsnet, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Um er að ræða kostnað vegna undirbúnings að uppbyggingu álvers á Bakka. Alcoa tilkynnti í dag að hætt hefði verið við byggingu álversins vegna mikill rafmagnskostnaðar. 17.10.2011 22:10 Ný þekking úr Norðursjó gæti beint sjónum að Drekasvæðinu Aukinn áhugi á olíuleit undir hraunlögum í vestanverðum Norðursjó kann að beina áhuga olíufélaga að Jan Mayen og íslenska Drekasvæðinu. Þetta er mat eins helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, sem hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra. 17.10.2011 19:18 Samruni Byrs og Íslandsbanka samþykktur Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Byrs og Íslandsbanka. Skriflegt álit þess á málinu var sent til hlutaðeigendi aðila síðdegis í dag. 17.10.2011 15:22 Landsbankinn má ekki eiga í Verdis Samkeppniseftilitið hefur ákveðið að banna kaup Landsbankans á eignarhlut í Verdis, sem áður hét Arion verðbréfavarsla. Verdis er fyrirtæki sem er alfarið í eigu eigu Arion banka og starfar fyrirtækið á markaðnum fyrir verðbréfaumsýslu. Verdis annast því vörslu og uppgjör verðbréfa auk annarrar bakvinnslu fyrir Arion banka og fleiri fjármálafyrirtæki. 17.10.2011 17:04 Alcoa hættir við Bakka Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi í dag að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Í tilkynningu frá Alcoa segir að niðurstaðan sé tikin í kjölfar sex ára undirbúningsvinnu við verkefnið, og sagt að af hálfu Alcoa hafi legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar. 17.10.2011 16:28 Óhjákvæmileg áhrif hér á landi Aðlögun hagkerfisins að breyttum veruleika verður aldrei sársaukalaus en til lengri tíma er hún nauðsynleg. Fólk sem missir vinnuna, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum, mun með tímanum vonandi fá næg verkefni til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið. 17.10.2011 15:46 Sigurjón Pálsson nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka Sigurjón Pálsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka. Sigurjón tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs bankans. Undir rekstrarsvið falla starfsmannasvið, upplýsinga- og tæknisvið, viðskiptaumsjón og eignaumsýsla. Á sviðinu starfa um 250 starfsmenn. 17.10.2011 10:39 Faxaflóahafnir skila 200 milljóna afgangi á næsta ári Tekjur Faxaflóahafna sf. fyrir næsta ár eru áætlaðar verða alls tæpir 2,5 milljarðar kr. en rekstrargjöld tæpir 2,2 milljarðar kr. Rekstrarafgangur er áætlaður 205,0 milljónir kr. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun hafnanna fyrir næsta ár sem send hefur verið borgarstjórn Reykjavíkur til umfjöllunar. 17.10.2011 10:03 Horfði á hrunið með nýfæddan soninn í fanginu Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir "allt vera breytt“ eftir hrunið og mikið verk vera fyrir höndum að endurreisa "gömul gildi“ til vegs og virðingar. Þetta kemur fram í grein eftir Ragnheiði Elínu í tilefni af því að rúm þrjú ár eru nú liðin frá hruni bankakerfisins. 17.10.2011 09:30 Aðeins dregur úr veltu á fasteignamarkaðinum Aðeins dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Samtals var þinglýst 93 samningum í vikunni en að meðaltali hefur 100 samningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði. 17.10.2011 08:20 Sveitarfélögin skulda 45 milljarða í lífeyrisskuldbindingar Áfallnar lífeyrisskuldindinngar sveitarfélaganna vegna lokaðra sjóða nema nú um 45 milljörðum króna. 17.10.2011 08:14 Margir spenntir fyrir Perlunni Reiknað er með að nokkur tilboð berist í Perluna áður en tilboðsfrestur rennur út klukkan sex á morgun. 17.10.2011 04:00 Sagði upp þjónustusamningi við Tal vegna skulda Vodafone hefur sagt upp þjónustusamningi milli fyrirtækisins og Tals þar sem Tal skuldar Vodafone á þriðja hundrað milljónir króna. Í stefndi að rekstur Tals kæmist í uppnám vegna þessa en fyrirtækið hefur nú náð samkomulagi við Símann um fjarskiptaþjónustu. 16.10.2011 19:45 Bjór og súkkulaði vinsælustu vörurnar í fríhöfninni Kippa af Víking bjór virðist vera vinsælasta varan sem keypt er í verslunum Fríhafnarinnar á Leifsstöð, samkvæmt heimasíðu Túristans. 16.10.2011 12:58 Gagnaver Verne Global komið til landsins Gagnaver Verne Global kom með flutningaskipi til landsins í gær samkvæmt fréttavef Víkurfrétta. Skipið lagði að höfn í Helguvík en það er fyrirtækið Colt í Bretlandi sem sett hefur saman 500 fermetra gagnaver úr 37 einingum sem komið verður fyrir í húsum Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. 16.10.2011 11:33 Tæpur 61 milljarður niðurfærður af Landsbankanum Landsbankinn hefur þegar fært niður skuldir einstaklinga um 61 milljarð króna en þegar samið var um kaup Landsbankans á lánasafni einstaklinga hjá gamla bankanum nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum. Bankinn hefur því þegar fært niður meira en nam afslætti við kaupin á lánasafninu og þar munar 15 milljörðum. 14.10.2011 17:55 Segja að lán heimila hafi verið lækkuð um 164 milljarða frá hruni Lán heimila höfðu í lok ágúst 2011 verið færð niður um 163,6 milljarða króna frá bankahruni. Í ágúst nam niðurfærsla húsnæðislána rétt tæpum 22 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja sem hafa aflað upplýsinga meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. 14.10.2011 14:07 Actavis gefur lyf til Líbíu Actavis Group hefur ákveðið að gefa lyf til Líbíu að andvirði tveggja milljóna evra, rúmlega 300 milljóna íslenskra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að gjöfin hafi verið afhent fulltrúa líbíska þjóðarráðsins á Möltu í dag. Samtals fylla lyfin um 170 vörubretti og eru af ýmsum toga. Má þar nefna, hjartalyf, sýklalyf, verkjalyf og meltingafæralyf. 14.10.2011 16:28 Áfram dregur úr langtímaatvinnuleysi Áfram fækkar þeim sem glíma við langtímaatvinnuleysi á landinu. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 6.842 og fækkar um 686 frá lokum ágúst. 14.10.2011 09:44 Ísland í hópi þjóða sem geta fengið lán hjá EIB Ísland er komið í hóp þeirra þjóða sem geta fengið lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB). 14.10.2011 09:18 Ísland hagnast verulega á olíuvinnslu við Grænland Ísland mun hagnast verulega þegar olíuvinnsla hefst við austurströnd Grænlands en reiknað er með að svo geti orðið á árunum upp úr 2020. 14.10.2011 07:57 Sjá næstu 50 fréttir
Áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 7,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og að raungildi hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1,6 prósent á tímabilinu. Í september voru verðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímili í fyrra. Aukningin er 31 prósent. 19.10.2011 13:15
ESA samþykkir kaup Íslandsbanka á Byr Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur heimilað fyrir sitt leyti kaup Íslandsbanka á Byr. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vefsíðu ESA. 19.10.2011 12:02
Ekki hægt að skýla sér á bakvið sérfræðinga Sakborningar geta keypt sér sérfræðiaðstoð, en þeir bera sjálfir ábyrgð á því að skattskil séu með réttum hætti. Þetta sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari i málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í skattahluta Baugsmálsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs, auk fjárfestingafélaginu Gaumi. 19.10.2011 11:38
Vilja að fólk geti „skilað húsnæðinu“ Ein af tillögum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, sem kynntar hafa verið í sérstöku riti sem aðgengilegt er á vef flokksins, er sú að fólk sem ekki ræður við afborganir á húsnæðisláni sínu geti skilað húsnæðinu til lánastofnunar sinnar og setið eftir með hreint borð. 19.10.2011 11:32
Jóni Ásgeiri og Stefáni var hótað handtöku við rannsókn málsins Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Stefáni Hilmarssyni, fyrrverandi endurskoðanda fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs, var hótað handtöku þegar skattahluti Baugsmálsins var á rannsóknarstigi, ef þeir mættu ekki til yfirheyrslu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara þegar málflutningur í skattahluta Baugsmálsins hófst í morgun. 19.10.2011 09:58
Skortur á ófaglærðu starfsfólki háir fyrirtækjum Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmenntun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur. 19.10.2011 09:37
Starfandi fólki fjölgaði um 1.600 milli ára Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi í ár var 171.800 manns og fjölgar um 1.600 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 182.500 manns sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. 19.10.2011 09:17
Atvinnulausum fækkaði um 1.000 milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 10.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 5,6% hjá körlum og 6,2% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 1.000 manns. 19.10.2011 09:07
„Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta“ "Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu,“ segir Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. 19.10.2011 08:50
Spá því að verðbólgan lækki í 5,4% Greining Íslandsbanka spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,7% og í 5,4% í október. Gangi spáin eftir yrði það í fyrsta sinn sem verðbólgan á landinu lækkar milli mánaða frá því í janúar á þessu ári. 19.10.2011 08:06
Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. 19.10.2011 07:56
Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 326,1 stig í september 2011 og hækkar um 1,3% frá fyrri mánuði. 19.10.2011 07:22
Nikita veldi í örum vexti Nikita hefur hannað og látið framleiða eigin snjóbrettalínu sem kemur á markað í Evrópu, Asíu og Ameríku með haustinu 2012. Mikilvægum áfanga náð segir Aðalheiður Birgisdóttir einn eigenda og stofnenda fyrirtækisins. 19.10.2011 05:00
Hæsta tilboð í Perluna tilkynnt á komandi dögum Orkuveitan telur ekki tímabært að gefa upp hvert besta tilboðið í Perluna er. Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Vísi. Eins og greint frá fyrr í kvöld þá höfðu sex tilboð í Perluna borist þegar að tilboðsfrestur rann út síðdegis í dag. 18.10.2011 20:16
Sex kauptilboð bárust í Perluna Sex kauptilboð bárust í Perluna en frestur til að skila tilboðunum rann út í dag og voru þau opnuð síðdegis. Í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem á Perluna, segir að tilboðin séu nokkuð ólík að gerð og uppbyggingu og farið verður yfir þau og þau metin á næstu dögum, m.t.t. hugsanlegra fyrirvara eða skilmála sem í þeim kunna að vera. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka á Öskuhlíð sem ekki verða seldir og munu áfram þjóna hitaveitunni í Reykjavík. 18.10.2011 19:07
Íbúðahúsnæði hækkaði um 1,3% Fermetraverð á íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,3% í september, samkvæmt mælingum Fasteignaskrár Íslands. Síðastliðna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 1,5%, hækkunin síðastliðið hálft ár nemur 5,5% og síðastliðna tólf mánuði hefur hækkunin numið 7,3%. 18.10.2011 17:17
Ráðinn viðskiptastjóri hjá Microsoft Ísland Sigurjón Birgir Hákonarsson tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem viðskiptastjóri stærri fyrirtækja hjá Microsoft Ísland. Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands og yfir 15 ára starfsreynslu í upplýsingatæknigeiranum. Þar af hefur hann um fimm ára stjórnunarreynslu. 18.10.2011 15:20
Þriðjungur fyrirtækja segir stjórnvöld helsta vandamálið Rúmlega þriðjungur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núverandi aðstæður og tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórnvalda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var dagana 6.-11. október 2011. 18.10.2011 14:23
Sigríður ráðin til Seðlabanka Íslands Sigríður Benediktsdóttir hefur verið ráðin til Seðlabanka Íslands sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika. Frá þessu var greint á vef Seðlabankans í dag. 18.10.2011 12:55
Ernir fluttu 19.000 farþega til og frá Eyjum á einu ári Farþegafjöldi hjá flugfélaginu Ernir í áætlunarflugi til Vestmannaeyja nam 19.000 manns á fyrsta árinu. Býst félagið við að fjöldinn fari töluvert yfir 20.000 á næsta ári. 18.10.2011 10:57
OR selur eignir fyrir 588,7 milljónir króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur að undanförnu selt sjö eignaeiningar fyrirtækisins fyrir samtals 588,7 milljónir króna, samkvæmt formlegu svari OR við fyrirspurn fréttastofu. Tilboðsfrestur í einu eignina sem enn er í söluferli, Perluna, rennur út í dag. Ákveðið var að fara út í söluna á eignunum vegna aðhalds í rekstri. 18.10.2011 10:22
Virðingarleysi "fyrir lögum og reglum“ Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að íslensk stjórnsýsla hafi verið vanbúin til þess að takast á þá atburði sem skóku landið haustið 2008. Alltof lítil festa hafi einkennt samskipti innan stjórnsýslunnar sem og "virðingarleysi fyrir lögum og reglum“. Þetta kemur fram í grein sem Oddný skrifar í tilefni af því að um þrjú ár eru nú liðin frá falli bankanna. 18.10.2011 09:30
Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun Alþjóðlega öryggisvottunarfyrirtækið British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun Nýherja um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi. 18.10.2011 09:22
Fyrsta dómsmálið gegn FME fyrir héraðsdómi í dag Í dag verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrsta dómsmálið gegn Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir hrunið haustið 2008. Það er Ingólfur Guðmundsson sem höfðaði málið gegn Fjármálaeftirlitinu en hann krefst þess að sú stjórnarathöfn eftirlitsins að lýsa hann óhæfan til að starfa sem framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga verði dæmd ógild. 18.10.2011 08:10
Alcoa gæti átt 300 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun Alcoa gæti átt um 600 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun og Landsnet, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Um er að ræða kostnað vegna undirbúnings að uppbyggingu álvers á Bakka. Alcoa tilkynnti í dag að hætt hefði verið við byggingu álversins vegna mikill rafmagnskostnaðar. 17.10.2011 22:10
Ný þekking úr Norðursjó gæti beint sjónum að Drekasvæðinu Aukinn áhugi á olíuleit undir hraunlögum í vestanverðum Norðursjó kann að beina áhuga olíufélaga að Jan Mayen og íslenska Drekasvæðinu. Þetta er mat eins helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, sem hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra. 17.10.2011 19:18
Samruni Byrs og Íslandsbanka samþykktur Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Byrs og Íslandsbanka. Skriflegt álit þess á málinu var sent til hlutaðeigendi aðila síðdegis í dag. 17.10.2011 15:22
Landsbankinn má ekki eiga í Verdis Samkeppniseftilitið hefur ákveðið að banna kaup Landsbankans á eignarhlut í Verdis, sem áður hét Arion verðbréfavarsla. Verdis er fyrirtæki sem er alfarið í eigu eigu Arion banka og starfar fyrirtækið á markaðnum fyrir verðbréfaumsýslu. Verdis annast því vörslu og uppgjör verðbréfa auk annarrar bakvinnslu fyrir Arion banka og fleiri fjármálafyrirtæki. 17.10.2011 17:04
Alcoa hættir við Bakka Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi í dag að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Í tilkynningu frá Alcoa segir að niðurstaðan sé tikin í kjölfar sex ára undirbúningsvinnu við verkefnið, og sagt að af hálfu Alcoa hafi legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar. 17.10.2011 16:28
Óhjákvæmileg áhrif hér á landi Aðlögun hagkerfisins að breyttum veruleika verður aldrei sársaukalaus en til lengri tíma er hún nauðsynleg. Fólk sem missir vinnuna, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum, mun með tímanum vonandi fá næg verkefni til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið. 17.10.2011 15:46
Sigurjón Pálsson nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka Sigurjón Pálsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka. Sigurjón tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs bankans. Undir rekstrarsvið falla starfsmannasvið, upplýsinga- og tæknisvið, viðskiptaumsjón og eignaumsýsla. Á sviðinu starfa um 250 starfsmenn. 17.10.2011 10:39
Faxaflóahafnir skila 200 milljóna afgangi á næsta ári Tekjur Faxaflóahafna sf. fyrir næsta ár eru áætlaðar verða alls tæpir 2,5 milljarðar kr. en rekstrargjöld tæpir 2,2 milljarðar kr. Rekstrarafgangur er áætlaður 205,0 milljónir kr. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun hafnanna fyrir næsta ár sem send hefur verið borgarstjórn Reykjavíkur til umfjöllunar. 17.10.2011 10:03
Horfði á hrunið með nýfæddan soninn í fanginu Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir "allt vera breytt“ eftir hrunið og mikið verk vera fyrir höndum að endurreisa "gömul gildi“ til vegs og virðingar. Þetta kemur fram í grein eftir Ragnheiði Elínu í tilefni af því að rúm þrjú ár eru nú liðin frá hruni bankakerfisins. 17.10.2011 09:30
Aðeins dregur úr veltu á fasteignamarkaðinum Aðeins dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Samtals var þinglýst 93 samningum í vikunni en að meðaltali hefur 100 samningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði. 17.10.2011 08:20
Sveitarfélögin skulda 45 milljarða í lífeyrisskuldbindingar Áfallnar lífeyrisskuldindinngar sveitarfélaganna vegna lokaðra sjóða nema nú um 45 milljörðum króna. 17.10.2011 08:14
Margir spenntir fyrir Perlunni Reiknað er með að nokkur tilboð berist í Perluna áður en tilboðsfrestur rennur út klukkan sex á morgun. 17.10.2011 04:00
Sagði upp þjónustusamningi við Tal vegna skulda Vodafone hefur sagt upp þjónustusamningi milli fyrirtækisins og Tals þar sem Tal skuldar Vodafone á þriðja hundrað milljónir króna. Í stefndi að rekstur Tals kæmist í uppnám vegna þessa en fyrirtækið hefur nú náð samkomulagi við Símann um fjarskiptaþjónustu. 16.10.2011 19:45
Bjór og súkkulaði vinsælustu vörurnar í fríhöfninni Kippa af Víking bjór virðist vera vinsælasta varan sem keypt er í verslunum Fríhafnarinnar á Leifsstöð, samkvæmt heimasíðu Túristans. 16.10.2011 12:58
Gagnaver Verne Global komið til landsins Gagnaver Verne Global kom með flutningaskipi til landsins í gær samkvæmt fréttavef Víkurfrétta. Skipið lagði að höfn í Helguvík en það er fyrirtækið Colt í Bretlandi sem sett hefur saman 500 fermetra gagnaver úr 37 einingum sem komið verður fyrir í húsum Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. 16.10.2011 11:33
Tæpur 61 milljarður niðurfærður af Landsbankanum Landsbankinn hefur þegar fært niður skuldir einstaklinga um 61 milljarð króna en þegar samið var um kaup Landsbankans á lánasafni einstaklinga hjá gamla bankanum nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum. Bankinn hefur því þegar fært niður meira en nam afslætti við kaupin á lánasafninu og þar munar 15 milljörðum. 14.10.2011 17:55
Segja að lán heimila hafi verið lækkuð um 164 milljarða frá hruni Lán heimila höfðu í lok ágúst 2011 verið færð niður um 163,6 milljarða króna frá bankahruni. Í ágúst nam niðurfærsla húsnæðislána rétt tæpum 22 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja sem hafa aflað upplýsinga meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. 14.10.2011 14:07
Actavis gefur lyf til Líbíu Actavis Group hefur ákveðið að gefa lyf til Líbíu að andvirði tveggja milljóna evra, rúmlega 300 milljóna íslenskra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að gjöfin hafi verið afhent fulltrúa líbíska þjóðarráðsins á Möltu í dag. Samtals fylla lyfin um 170 vörubretti og eru af ýmsum toga. Má þar nefna, hjartalyf, sýklalyf, verkjalyf og meltingafæralyf. 14.10.2011 16:28
Áfram dregur úr langtímaatvinnuleysi Áfram fækkar þeim sem glíma við langtímaatvinnuleysi á landinu. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 6.842 og fækkar um 686 frá lokum ágúst. 14.10.2011 09:44
Ísland í hópi þjóða sem geta fengið lán hjá EIB Ísland er komið í hóp þeirra þjóða sem geta fengið lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB). 14.10.2011 09:18
Ísland hagnast verulega á olíuvinnslu við Grænland Ísland mun hagnast verulega þegar olíuvinnsla hefst við austurströnd Grænlands en reiknað er með að svo geti orðið á árunum upp úr 2020. 14.10.2011 07:57