Viðskipti innlent

Þriðjungur fyrirtækja segir stjórnvöld helsta vandamálið

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Rúmlega þriðjungur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins við núverandi aðstæður og tæplega fjórðungur til viðbótar setur aðgerðir stjórnvalda í annað sæti meðal helstu vandamála þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á rekstrarhorfum fyrirtækja sem gerð var dagana 6.-11. október 2011. Um 70% fyrirtækja í sjávarútvegi telja aðgerðir stjórnvalda vera helsta vandamál fyrirtækisins og um 40% í verslun og þjónustu, að því er segir í tilkynningu frá SA.

Skuldir og hár fjármagnskostnaður er annað helsta vandamál fyrirtækjanna, en fjórðungur þeirra setur skuldir og fjármagnskostnað í fyrsta sæti og þriðjungur til viðbótar í annað sæti. Rúmlega fjögur af hverjum tíu fyrirtækjum (42%) setja litla eftirspurn og erfiðan markað í fyrsta og annað sæti yfir helstu vandamál fyrirtækisins og um þrjú af hverjum tíu setja skattamál í þau sæti, að því er segir í tilkynningu frá SA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×