Viðskipti innlent

Aðeins dregur úr veltu á fasteignamarkaðinum

Aðeins dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Samtals var þinglýst 93 samningum í vikunni en að meðaltali hefur 100 samningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði.

Af þessum 93 samningum voru 67 um eignir í fjölbýli, 22 um eignir í sérbýli og 4 um annarskonar eignir.

Heildarveltan var rétt rúmir 2,7 milljarðar en að meðaltali hefur heildarveltan verið rúmir 2,8 milljarðar kr. á viku undanfarna þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×