Viðskipti innlent

Ísland hagnast verulega á olíuvinnslu við Grænland

Ísland mun hagnast verulega þegar olíuvinnsla hefst við austurströnd Grænlands en reiknað er með að svo geti orðið á árunum upp úr 2020.

Þetta kemur fram í samtali Fréttastofu við Hans Erik Lie jarðfræðing hjá breska olíufélaginu Dana Petroleum. Hans Erik segir að þar sem engin mannvirki finnist á austurströnd Grænlands, það er hafnir, flugvellir eða vegir, muni Ísland að öllum líkindum verða notað sem þjónustumiðstöð fyrir olíuvinnsluna.

Hér á landi séu til staðar góðar hafnir, skipakvíar og flugvellir fyrir þyrlur og stærri flugvélar. Þá munu vistir og starfsmenn verða fluttir til og frá olíusvæðinu í gegnum Ísland sem komi skipafélögum og hótelum til góða. Hagnaður Íslands mun hlaupa á milljörðum eða tugum milljarða króna á ári.

Hans Erik segir að olíusvæðin undan austurströnd Grænlands eru talin gefa af sér mikið magn af olíu. Hann reiknar með að olíuvinnslan við austurströndina hefjist þegar búið er að finna um milljarð tunna af olíu á svæðinu. Það verður í kringum árið 2020 að mati Hans Erik.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×