Viðskipti innlent

Landsbankinn má ekki eiga í Verdis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftilitið hefur ákveðið að banna kaup Landsbankans á eignarhlut í Verdis, sem áður hét Arion verðbréfavarsla. Verdis er fyrirtæki sem er alfarið í eigu eigu Arion banka og starfar fyrirtækið á markaðnum fyrir verðbréfaumsýslu. Verdis annast því vörslu og uppgjör verðbréfa auk annarrar bakvinnslu fyrir Arion banka og fleiri fjármálafyrirtæki.

Samkeppniseftirlitið telur að með kaupum á eignarhlut í Verdis muni Landsbankinn og Arion banki hafa sameiginleg yfirráð yfir Verdis og fulltrúar bankanna sitja saman í stjórn fyrirtækisins. Samruninn muni einnig leiða til þess að Landsbankinn hætti eigin verðbréfaumsýslu og muni þess í stað þiggja þá þjónustu frá Verdis. Þetta þýði að Verdis muni njóta yfirburða á markaðnum og verða markaðsráðandi í verðbréfaumsýslu. Samruninn raski að þessu leyti samkeppni með alvarlegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×