Viðskipti innlent

Ernir fluttu 19.000 farþega til og frá Eyjum á einu ári

Farþegafjöldi hjá flugfélaginu Ernir í áætlunarflugi til Vestmannaeyja nam 19.000 manns á fyrsta árinu. Býst félagið við að fjöldinn fari töluvert yfir 20.000 á næsta ári.

Í tilkynningu segir að rúmlega ár er liðið frá því Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Eyja. Eftir að ríkisstyrk var hætt á flugleiðinni Reykjavík - Vestmannaeyjar tók Flugfélagið Ernir við og hefur flogið tvisvar á dag milli lands og Eyja allt árið um kring.

Flogið er á 19 farþega skrúfuþotum og hafa þær vélar hentað vel í alla staði, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×