Viðskipti innlent

Samruni Byrs og Íslandsbanka samþykktur

Þórður Snær Júlíusson skrifar
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Byrs og Íslandsbanka. Skriflegt álit þess á málinu var sent til hlutaðeigendi aðila síðdegis í dag. Áður hafði Fjármálaeftirlitið (FME) úrskurðað að Íslandsbanki væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Byr verði talið sem dótturfyrirtæki bankans. FME er einnig með inni á borði hjá sér ósk um samþykki á fyrirhuguðum samruna Íslandsbanka og Byr. Það mál er enn til meðferðar.

Í rökstuðningi Samkeppniseftirlitsins segir að það samþykki sameininguna á þeirri forsendu að skilyrði um að fyrirtæki á fallandi fæti væri til staðar. Í hálfsársuppgjöri Byrs fyrir árið 2010 sem var birt í október kom fram að Byr væri ekki rekstarhæfur nema ef að kaupunum yrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×