Viðskipti innlent

Ísland í hópi þjóða sem geta fengið lán hjá EIB

Ísland er komið í hóp þeirra þjóða sem geta fengið lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB).

Í frétt um málið á Reuters segir að ákveðið hafi verið að bæta Íslandi í hóp mögulegra lántakenda ásamt þremur öðrum þjóðum í tengslum við breytingar á starfsháttum bankans sem taka gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Hinar þjóðirnar eru Líbía, Kambódía og Írak.

Samhliða þessu verður útlánageta bankans aukin um 1,7 milljarða evra og verður því 27,5 milljarðar evra frá og með nóvember. Auk aukningunni verða einn milljarður evra eyrnamerktur í lán til þjóðanna við sunnanvert Miðjarðarhafið.

EIB er ein af stofnunum Evrópusambandsins og lánar einkum til verkefna á sviði orkuvinnslu og vegagerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×