Viðskipti innlent

Nýherji öðlast alþjóðlega öryggisvottun

Alþjóðlega öryggisvottunarfyrirtækið British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun Nýherja um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi.

Í tilkynningu segir að vottunin sé samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2005. Rekstarþjónusta Nýherja (Skyggnir) hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

"Vottunin staðfestir að trúnaður, heilindi og aðgengi að upplýsingakerfum séu tryggð. Jafnframt er tryggt að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa aðgangsheimildir. Þá eru allir rekstrarþættir, sem snúa að stjórn öryggismála, skjalfestir og fylgja gildandi lögum og reglugerðum er varða rekstur fyrirtækisins,” segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Tæknisviðs Nýherja um vottun BSI í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×