Alcoa hættir við Bakka 17. október 2011 16:28 Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi í dag að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Í tilkynningu frá Alcoa segir að niðurstaðan sé tikin í kjölfar sex ára undirbúningsvinnu við verkefnið, og sagt að af hálfu Alcoa hafi legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar. „Í dag telur Landsvirkjun sig einungis geta tryggt Alcoa helming þeirrar orku sem Alcoa, Landsvirkjun og stjórnvöld gengu útfrá í upphafi að fengist til verkefnisins," segir ennfremur. „Auk þess er afhendingartími þeirrar orku sem Alcoa býðst of langur til að af fjárfestingu af þessari stærðargráðu geti orðið."Allt annar veruleiki Þá segir að Alcoa standi því frammi fyrir allt öðrum veruleika en fyrir fimm árum þegar fyrirtækið hóf vinnu við verkefnið í samstarfi við stjórnvöld, sveitarfélög nyrðra og orkufyrirtæki. „Eftir viðræður við stjórnendur Landsvirkjunar og fulltrúa stjórnvalda hefur Alcoa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur unnt að réttlæta fjárfestingu af þeirri stærðargráðu sem bygging og rekstur álvers á Bakka er." „Alcoa hóf þátttöku í verkefninu með undirritun viljayfirlýsingar við ríkisstjórnina og Norðurþing á fyrri hluta árs 2006. Viljayfirlýsingar við Landsvirkjun/Þeistareyki og Landsnet voru gerðar í kjölfarið. Viljayfirlýsingin við Landsvirkjun rann út árið 2008 og ári síðar viljayfirlýsing Alcoa, Norðurþings og stjórnvalda. Beiðni Alcoa um framlengingu hennar var hafnað af ríkisstjórninni. Þrátt fyrir það ákvað Alcoa að halda áfram vinnu við sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum fyrir álver, orkuver og raflínur á svæðinu. Matsferlinu lauk í nóvember 2010. Um leið og Alcoa lýsir vonbrigðum yfir því að þær forsendur, sem lagt var upp með í verkefninu árið 2006, séu brostnar þakkar fyrirtækið Norðlendingum af heilum hug samstarfið og stuðninginn við verkefnið." Reykjavík 17. október 2011. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi í dag að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Í tilkynningu frá Alcoa segir að niðurstaðan sé tikin í kjölfar sex ára undirbúningsvinnu við verkefnið, og sagt að af hálfu Alcoa hafi legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar. „Í dag telur Landsvirkjun sig einungis geta tryggt Alcoa helming þeirrar orku sem Alcoa, Landsvirkjun og stjórnvöld gengu útfrá í upphafi að fengist til verkefnisins," segir ennfremur. „Auk þess er afhendingartími þeirrar orku sem Alcoa býðst of langur til að af fjárfestingu af þessari stærðargráðu geti orðið."Allt annar veruleiki Þá segir að Alcoa standi því frammi fyrir allt öðrum veruleika en fyrir fimm árum þegar fyrirtækið hóf vinnu við verkefnið í samstarfi við stjórnvöld, sveitarfélög nyrðra og orkufyrirtæki. „Eftir viðræður við stjórnendur Landsvirkjunar og fulltrúa stjórnvalda hefur Alcoa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur unnt að réttlæta fjárfestingu af þeirri stærðargráðu sem bygging og rekstur álvers á Bakka er." „Alcoa hóf þátttöku í verkefninu með undirritun viljayfirlýsingar við ríkisstjórnina og Norðurþing á fyrri hluta árs 2006. Viljayfirlýsingar við Landsvirkjun/Þeistareyki og Landsnet voru gerðar í kjölfarið. Viljayfirlýsingin við Landsvirkjun rann út árið 2008 og ári síðar viljayfirlýsing Alcoa, Norðurþings og stjórnvalda. Beiðni Alcoa um framlengingu hennar var hafnað af ríkisstjórninni. Þrátt fyrir það ákvað Alcoa að halda áfram vinnu við sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum fyrir álver, orkuver og raflínur á svæðinu. Matsferlinu lauk í nóvember 2010. Um leið og Alcoa lýsir vonbrigðum yfir því að þær forsendur, sem lagt var upp með í verkefninu árið 2006, séu brostnar þakkar fyrirtækið Norðlendingum af heilum hug samstarfið og stuðninginn við verkefnið." Reykjavík 17. október 2011.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira