Viðskipti innlent

Gagnaver Verne Global komið til landsins

Gagnaver Verne Global kom með flutningaskipi til landsins í gær samkvæmt fréttavef Víkurfrétta. Skipið lagði að höfn í Helguvík en það er fyrirtækið Colt í Bretlandi sem sett hefur saman 500 fermetra gagnaver úr 37 einingum sem komið verður fyrir í húsum Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Skipið sem flytur gagnaverið kom til hafnar í Helguvík síðdegis í gær. Starfsmenn eru byrjaðir að afferma skipið og flytja einingarnar 37 að Ásbrú.

Þar verður gagnaverið sett upp á næstu vikum og gert er ráð fyrir að gagnaverið verði komið í rekstur um áramót.

Fyrsti viðskiptavinurinn er einnig kominn í hús en það er bandaríska fyrirtækið Datapipe sem mun fá hýsingu í nýja gagnaverinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×