Fleiri fréttir Ný framkvæmdastjórn SA skipuð Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) í vikunni var skipuð ný framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. 23.4.2010 13:58 Atlantic Airways tapar 57 til 100 milljónum á gosinu Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöllinni, hefur tapað 2,5 til 4,5 milljónum danskra kr. eða 57 til 100 milljónum kr. á eldgosinu í Eyjafjallajökli. 23.4.2010 13:22 Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt. 23.4.2010 12:23 Moodys´s telur hagstæðari Icesavesamninga framundan Matsfyrirtækið Moody´s segir að líklega muni nýr Icesavesamningur við Breta og Hollendinga verða Íslendingum hagstæðari en fyrri samningar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s þar sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er breytt úr neikvæðum í stöðugar. 23.4.2010 11:30 Dreifing flytur í nýtt vöruhús Dreifing heildverslun hefur flutt í nýtt vöruhús sem eigendur fyrirtækisins hafa byggt undir starfsemi þess og er nýtt heimilsfang að Brúarvogi 1-3, rétt um 1 km sunnar en Vatnagarðar 8 eða nánar tiltekið við hliðina á Samskip beint fyrir neðan Húsasmiðjuna og Bónus í Skútuvogi. 23.4.2010 11:15 Moody´s breytir horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar Matsfyrirtækið Moody´s hefur breytt horfum sínum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum og yfir í stöðugar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s sem birt er í dag. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá Moody´s stendur í Baa3. 23.4.2010 11:06 Hátækni og þjónusta 5,5% af útflutningstekjum þjóðarinnar Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. 23.4.2010 10:29 Samband íslenskra sparisjóða segir óvissu lokið „Með þessum atburðum lýkur þeirri óvissu sem hefur ríkt um einstaka sparisjóði og sparisjóðanetið alveg frá bankahruninu í október 2008," segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða um fréttirnar af Byr og Spkef. 23.4.2010 10:17 Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs. 23.4.2010 09:33 Sala skuldabréfa í útboðum stóð í stað milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í mars 2010 nam 29,35 milljarða kr. á söluverði samanborið við 29,94 milljarða kr. mánuðinn áður. 23.4.2010 08:44 Höfnuðu sátt FME, borga tvöfalda upphæðina í sekt Tvö sveitarfélög, Reykjanesbær og Langanesbyggð, brutu gegn lögum um verðbréfaviðskipti í fyrra að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Báðum félögunum var boðin sátt í málinu en þau höfnuðu bæði þeirri sátt. Þá fengu þau stjórnvaldssekt á sig í staðinn og nam sektin tvöfaldri sáttarupphæðinni í báðum tilvikum. 23.4.2010 08:22 Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins. 23.4.2010 06:26 Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. 23.4.2010 00:01 Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast „Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag. 23.4.2010 00:01 Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun. 22.4.2010 23:43 Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans. 22.4.2010 19:45 Fylgist áfram með rekstri Fljótsdalshéraðs Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið með rekstur Fljótdalshéraðs til athugunar í ljósi hallareksturs bæjarfélagsins á árinu 2008 hyggst ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Eiríki B. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. 22.4.2010 12:25 Boltinn er hjá bönkunum „Helstu lykilstærðir eru betri en menn spáðu. Samdráttur í fyrra var talsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og góður afgangur var af vöruskiptum. Í raun erum við aðeins á undan áætlun þótt mörg verk séu enn eftir,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar 22.4.2010 08:15 Höftum ekki aflétt í bráð Viðræður vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS hefjast í kringum júní. Þá verður horft til loka endurfjármögnunar sparisjóðanna. Yfirmaður sendinefndar AGS sagði á símafundi í gær að gjaldeyrishöftum yrði hér viðhaldið næsta árið 22.4.2010 06:00 Fasteignalánin voru „tómt rugl“ Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana. 22.4.2010 05:00 Grunur um að tekjum hafi verið skotið undan Skattyfirvöld munu fara fram á að eignir Skarphéðins Berg Steinarssonar, Jóns Sigurðssonar, Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verði kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 en grunur leikur á að tekjum hafi verið skotið undan í rekstri félagsins. 21.4.2010 21:20 Hefði átt að upplýsa hluthafa FL um hvarf á þremur milljörðum Stjórn FL Group og forstjóra bar skylda til að upplýsa hluthafa félagsins um að þrír milljarðar hefðu horfið úr bókum þess í apríl 2005, andstætt því sem forstjórinn fyrrverandi hélt fram í gær. Þetta fullyrðir sérfræðingur í félagarétti. 21.4.2010 21:26 Rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 3,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2,3 milljarða viðskiptum. 21.4.2010 16:07 AGS: Auknir skattar á eldsneyti og tóbak skila engu Í skýrslu starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland er að finna töflu þar fjallað er um tekjur ríkissjóðs af nýlegum skattahækkunum. Þar kemur fram að skattar á eldsneyti og tóbak muni ekki skila neinu aukalega til ríkisins á þessu ári. 21.4.2010 16:01 AGS: Hagvöxtur í gang á þessu ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) reiknar með því að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu starfsliðs sjóðsins (Staff-report) sem birt var í dag í kjölfar annarar endurskoðunar sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. 21.4.2010 16:00 AGS: Staða Íslands betri en búist var við Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. 21.4.2010 16:00 Forsvarsmenn SA vilja klára Icesavedeiluna „Klára Icesave svo hægt sé að koma uppbyggingu efnahagslífsins almennilega af stað og þá lækka vextir enn frekar sem bætir stöðu fyrirtækja." Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem Samtök atvinnulífsins (SA) efndu til í þessum mánuði þar sem forsvarsmanna aðildarfyrirtækja SA voru beðnir um að koma á framfæri skilaboðum til stjórnvalda um brýnustu úrlausnarefnin að þeirra mati. 21.4.2010 13:11 Hagnaður Akureyrar tveir milljarðar umfram áætlun Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Rekstur A- og B hluta, fyrir fjármagnsliði, gekk mjög vel og mun betur áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.799 milljónir króna en var jákvæð um 1.165 milljónir kr. eftir fjármagnsliði. Er það liðlega tveggja milljarða betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var hallinn áætlaður 899 milljónir kr. 21.4.2010 13:00 Skattrannsóknarstjóri tjáir sig ekki um kyrrsetningu eigna Staðgengill Skattrannsóknarstjóra, Stefán Skjaldarson, segist ekki geta tjáð sig um kyrrsetningu á eignum auðmannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. 21.4.2010 12:07 Langtímaatvinnuleysi er verulegt áhyggjuefni Í nýjum upplýsingum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn sem birtar voru í morgun kemur fram að 40% þeirra sem eru án atvinnu hafa verið það í sex mánuði eða lengur og hefur þeim fjölgað um 4.300 manns frá sama fjórðungi fyrra árs. Greining Íslandsbanka telur þessa þróun vera verulegt áhyggjuefni. 21.4.2010 11:23 Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21.4.2010 11:09 Reykjaneshöfn tapaði hálfum milljarði í fyrra Rekstur Reykjaneshafnar skilaði tapi upp á 504,9 milljónir kr. á síðasta ári. Skýrist tapið að mestu af fjármagnskostnaði sem nam 576,8 milljónum kr. Fjárfest var fyrir rúman milljarð á árinu en unnið var að gatnagerð, lóðum, dýpkun og gerð grjótvarnargarðs í Helgvík. 21.4.2010 10:37 Tekjur ríkissjóðs minnka en gjöldin aukast um milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu var handbært fé frá rekstri jákvætt um 3,4 milljarða kr., sem er 8,6 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en árið 2009. Tekjur reyndust 9,6 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 7 milljarða kr. 21.4.2010 10:04 Hagstofan: Atvinnuleysi 7,6% á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.600 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 5,7% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 16,4%. Frá fyrsta ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 900 manns. 21.4.2010 09:36 Óveruleg lækkun á vístölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2010 er 100,9 stig sem er lækkun um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2010. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar en þar segir einnig að á síðustu tólf mánuðum hafi vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,7%. 21.4.2010 09:33 Kaupmáttur launa minnkar um 0,4% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í mars 2010 er 104,3 stig og lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 4,5%. 21.4.2010 09:31 Dráttarvextir óbreyttir út maímánuð Dráttarvextir verða óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun og verða áfram 16,0% fyrir tímabilið 1. maí til 31. maí 2010. 21.4.2010 08:09 Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar kyrrsettar Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar á Íslandi verða kyrrsettar í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á þeim tveimur og 21.4.2010 00:01 Lán Landsvirkjunnar fer í innlendan rekstrarkostnað „Þetta lán tryggir okkur aðgengi að krónum til rekstrar hér. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann skrifaði í gær undir samning um veltilán frá Íslandsbanka upp á þrjá milljarða króna til þriggja ára í nafni Landsvirkjunar. 21.4.2010 00:01 Ragnhildur Geirsdóttir: „Mér leið ekki vel hjá FL Group“ Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, segir að sér hafi ekki liðið vel í vinnunni og því ákveðið að hætta. Hún segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu eftir nokkurra mánaða setu. Hún segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því að hún gekk út úr FL Group árið 2005. 20.4.2010 19:15 Landsvirkjun og Íslandsbanki semja um þriggja milljarða lán Landsvirkjun og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um veltilán að fjárhæð 3 milljarða króna. Lánstími er þrjú ár og ber lánið Reibor 20.4.2010 16:49 Hlutabréf Össurar hækkuðu um 0,52 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 0,52 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Færeyjabanka lækkaði um 0,62 prósent á sama tíma. 20.4.2010 16:46 Rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 6,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,4 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum. 20.4.2010 15:53 Alcan semur um framkvæmdir í Straumsvík Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. 20.4.2010 15:04 Hætti hjá FL Group vegna dularfullrar millifærslu Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna starfsloka sinna hjá FL Group. Hún segir ástæðuna hafa verið dularfulla millifærslu af reikningi FL Group yfir í Kaupþingi í Lúxemborg upp á þrjá milljarða króna. 20.4.2010 14:42 Sjá næstu 50 fréttir
Ný framkvæmdastjórn SA skipuð Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) í vikunni var skipuð ný framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2010-2011. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni samtakanna ásamt 6 mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna. 23.4.2010 13:58
Atlantic Airways tapar 57 til 100 milljónum á gosinu Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöllinni, hefur tapað 2,5 til 4,5 milljónum danskra kr. eða 57 til 100 milljónum kr. á eldgosinu í Eyjafjallajökli. 23.4.2010 13:22
Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt. 23.4.2010 12:23
Moodys´s telur hagstæðari Icesavesamninga framundan Matsfyrirtækið Moody´s segir að líklega muni nýr Icesavesamningur við Breta og Hollendinga verða Íslendingum hagstæðari en fyrri samningar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s þar sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er breytt úr neikvæðum í stöðugar. 23.4.2010 11:30
Dreifing flytur í nýtt vöruhús Dreifing heildverslun hefur flutt í nýtt vöruhús sem eigendur fyrirtækisins hafa byggt undir starfsemi þess og er nýtt heimilsfang að Brúarvogi 1-3, rétt um 1 km sunnar en Vatnagarðar 8 eða nánar tiltekið við hliðina á Samskip beint fyrir neðan Húsasmiðjuna og Bónus í Skútuvogi. 23.4.2010 11:15
Moody´s breytir horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar Matsfyrirtækið Moody´s hefur breytt horfum sínum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum og yfir í stöðugar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s sem birt er í dag. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá Moody´s stendur í Baa3. 23.4.2010 11:06
Hátækni og þjónusta 5,5% af útflutningstekjum þjóðarinnar Verðmæti útflutnings á hátæknivörum og þjónustu á síðasta ári nam 37 milljörðum íslenskra króna. Það jafngilti 5,5% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. 23.4.2010 10:29
Samband íslenskra sparisjóða segir óvissu lokið „Með þessum atburðum lýkur þeirri óvissu sem hefur ríkt um einstaka sparisjóði og sparisjóðanetið alveg frá bankahruninu í október 2008," segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða um fréttirnar af Byr og Spkef. 23.4.2010 10:17
Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs. 23.4.2010 09:33
Sala skuldabréfa í útboðum stóð í stað milli mánaða Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í mars 2010 nam 29,35 milljarða kr. á söluverði samanborið við 29,94 milljarða kr. mánuðinn áður. 23.4.2010 08:44
Höfnuðu sátt FME, borga tvöfalda upphæðina í sekt Tvö sveitarfélög, Reykjanesbær og Langanesbyggð, brutu gegn lögum um verðbréfaviðskipti í fyrra að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Báðum félögunum var boðin sátt í málinu en þau höfnuðu bæði þeirri sátt. Þá fengu þau stjórnvaldssekt á sig í staðinn og nam sektin tvöfaldri sáttarupphæðinni í báðum tilvikum. 23.4.2010 08:22
Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins. 23.4.2010 06:26
Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. 23.4.2010 00:01
Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast „Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag. 23.4.2010 00:01
Byr og SpKef teknir yfir af ríkinu Byr Sparisjóður verður tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í fyrramálið. Heimildir Vísis herma að stjórn sjóðsins hafi farið fram á þetta í kvöld. Á vef Víkurfrétta er greint frá því að stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hafi farið fram á hið sama og að sá sjóður verði því einnig tekinn yfir á morgun. 22.4.2010 23:43
Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans. 22.4.2010 19:45
Fylgist áfram með rekstri Fljótsdalshéraðs Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið með rekstur Fljótdalshéraðs til athugunar í ljósi hallareksturs bæjarfélagsins á árinu 2008 hyggst ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Eiríki B. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. 22.4.2010 12:25
Boltinn er hjá bönkunum „Helstu lykilstærðir eru betri en menn spáðu. Samdráttur í fyrra var talsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og góður afgangur var af vöruskiptum. Í raun erum við aðeins á undan áætlun þótt mörg verk séu enn eftir,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar 22.4.2010 08:15
Höftum ekki aflétt í bráð Viðræður vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS hefjast í kringum júní. Þá verður horft til loka endurfjármögnunar sparisjóðanna. Yfirmaður sendinefndar AGS sagði á símafundi í gær að gjaldeyrishöftum yrði hér viðhaldið næsta árið 22.4.2010 06:00
Fasteignalánin voru „tómt rugl“ Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana. 22.4.2010 05:00
Grunur um að tekjum hafi verið skotið undan Skattyfirvöld munu fara fram á að eignir Skarphéðins Berg Steinarssonar, Jóns Sigurðssonar, Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verði kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 en grunur leikur á að tekjum hafi verið skotið undan í rekstri félagsins. 21.4.2010 21:20
Hefði átt að upplýsa hluthafa FL um hvarf á þremur milljörðum Stjórn FL Group og forstjóra bar skylda til að upplýsa hluthafa félagsins um að þrír milljarðar hefðu horfið úr bókum þess í apríl 2005, andstætt því sem forstjórinn fyrrverandi hélt fram í gær. Þetta fullyrðir sérfræðingur í félagarétti. 21.4.2010 21:26
Rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 3,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2,3 milljarða viðskiptum. 21.4.2010 16:07
AGS: Auknir skattar á eldsneyti og tóbak skila engu Í skýrslu starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland er að finna töflu þar fjallað er um tekjur ríkissjóðs af nýlegum skattahækkunum. Þar kemur fram að skattar á eldsneyti og tóbak muni ekki skila neinu aukalega til ríkisins á þessu ári. 21.4.2010 16:01
AGS: Hagvöxtur í gang á þessu ári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) reiknar með því að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu starfsliðs sjóðsins (Staff-report) sem birt var í dag í kjölfar annarar endurskoðunar sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. 21.4.2010 16:00
AGS: Staða Íslands betri en búist var við Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008. 21.4.2010 16:00
Forsvarsmenn SA vilja klára Icesavedeiluna „Klára Icesave svo hægt sé að koma uppbyggingu efnahagslífsins almennilega af stað og þá lækka vextir enn frekar sem bætir stöðu fyrirtækja." Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem Samtök atvinnulífsins (SA) efndu til í þessum mánuði þar sem forsvarsmanna aðildarfyrirtækja SA voru beðnir um að koma á framfæri skilaboðum til stjórnvalda um brýnustu úrlausnarefnin að þeirra mati. 21.4.2010 13:11
Hagnaður Akureyrar tveir milljarðar umfram áætlun Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Rekstur A- og B hluta, fyrir fjármagnsliði, gekk mjög vel og mun betur áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.799 milljónir króna en var jákvæð um 1.165 milljónir kr. eftir fjármagnsliði. Er það liðlega tveggja milljarða betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var hallinn áætlaður 899 milljónir kr. 21.4.2010 13:00
Skattrannsóknarstjóri tjáir sig ekki um kyrrsetningu eigna Staðgengill Skattrannsóknarstjóra, Stefán Skjaldarson, segist ekki geta tjáð sig um kyrrsetningu á eignum auðmannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. 21.4.2010 12:07
Langtímaatvinnuleysi er verulegt áhyggjuefni Í nýjum upplýsingum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn sem birtar voru í morgun kemur fram að 40% þeirra sem eru án atvinnu hafa verið það í sex mánuði eða lengur og hefur þeim fjölgað um 4.300 manns frá sama fjórðungi fyrra árs. Greining Íslandsbanka telur þessa þróun vera verulegt áhyggjuefni. 21.4.2010 11:23
Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21.4.2010 11:09
Reykjaneshöfn tapaði hálfum milljarði í fyrra Rekstur Reykjaneshafnar skilaði tapi upp á 504,9 milljónir kr. á síðasta ári. Skýrist tapið að mestu af fjármagnskostnaði sem nam 576,8 milljónum kr. Fjárfest var fyrir rúman milljarð á árinu en unnið var að gatnagerð, lóðum, dýpkun og gerð grjótvarnargarðs í Helgvík. 21.4.2010 10:37
Tekjur ríkissjóðs minnka en gjöldin aukast um milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu var handbært fé frá rekstri jákvætt um 3,4 milljarða kr., sem er 8,6 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en árið 2009. Tekjur reyndust 9,6 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 7 milljarða kr. 21.4.2010 10:04
Hagstofan: Atvinnuleysi 7,6% á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.600 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 5,7% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 16,4%. Frá fyrsta ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 900 manns. 21.4.2010 09:36
Óveruleg lækkun á vístölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2010 er 100,9 stig sem er lækkun um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2010. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar en þar segir einnig að á síðustu tólf mánuðum hafi vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,7%. 21.4.2010 09:33
Kaupmáttur launa minnkar um 0,4% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í mars 2010 er 104,3 stig og lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 4,5%. 21.4.2010 09:31
Dráttarvextir óbreyttir út maímánuð Dráttarvextir verða óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun og verða áfram 16,0% fyrir tímabilið 1. maí til 31. maí 2010. 21.4.2010 08:09
Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar kyrrsettar Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar á Íslandi verða kyrrsettar í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á þeim tveimur og 21.4.2010 00:01
Lán Landsvirkjunnar fer í innlendan rekstrarkostnað „Þetta lán tryggir okkur aðgengi að krónum til rekstrar hér. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann skrifaði í gær undir samning um veltilán frá Íslandsbanka upp á þrjá milljarða króna til þriggja ára í nafni Landsvirkjunar. 21.4.2010 00:01
Ragnhildur Geirsdóttir: „Mér leið ekki vel hjá FL Group“ Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, segir að sér hafi ekki liðið vel í vinnunni og því ákveðið að hætta. Hún segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu eftir nokkurra mánaða setu. Hún segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því að hún gekk út úr FL Group árið 2005. 20.4.2010 19:15
Landsvirkjun og Íslandsbanki semja um þriggja milljarða lán Landsvirkjun og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um veltilán að fjárhæð 3 milljarða króna. Lánstími er þrjú ár og ber lánið Reibor 20.4.2010 16:49
Hlutabréf Össurar hækkuðu um 0,52 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 0,52 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Færeyjabanka lækkaði um 0,62 prósent á sama tíma. 20.4.2010 16:46
Rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 6,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,4 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum. 20.4.2010 15:53
Alcan semur um framkvæmdir í Straumsvík Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. 20.4.2010 15:04
Hætti hjá FL Group vegna dularfullrar millifærslu Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna starfsloka sinna hjá FL Group. Hún segir ástæðuna hafa verið dularfulla millifærslu af reikningi FL Group yfir í Kaupþingi í Lúxemborg upp á þrjá milljarða króna. 20.4.2010 14:42