Viðskipti innlent

Fylgist áfram með rekstri Fljótsdalshéraðs

Frá Egilsstöðum. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður- Héraðs. Mynd/Vilhelm
Frá Egilsstöðum. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður- Héraðs. Mynd/Vilhelm
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hefur verið með rekstur Fljótdalshéraðs til athugunar í ljósi hallareksturs bæjarfélagsins á árinu 2008 hyggst ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem Fljótsdalshérað hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Eiríki B. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs.

Ársreikningur bæjarfélagsins fyrir árið 2009 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn miðvikudaginn 5. maí næstkomandi.

Rekstarafgangur



Rekstarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 245 millj. kr. sem er 30 millj. kr. betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í samþykktri áætlun ársins 2009 og 197 millj. betri niðurstaða en á árinu 2008, að fram kemur í tilkynningunnil

Heildartekjur A og B hluta námu 2.436 millj. kr., þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 1.758 millj. kr. og aðrar tekjur nema 674 millj. kr. ekjur eru því um 25 millj. kr. hærri en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 2009.

Heildarútgjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 2.191 millj. kr. á árinu 2009 sem er um 6 millj. hærra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nema heildarútgjöld 2.436 millj. kr. á árinu 2009 sem er um 92 millj. kr. hærra en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Bati á rekstri



Fram kemur í tilkynningunni að rekstarafkoma fyrir fjármagnsliði er jákvæð á árinu 2009 um 67 millj. kr. samanborið við að vera neikvæð um 108 millj. kr. árinu 2008. Batinn er því um 175 millj. kr. sem markast af stærstum hluta annarsvegar af meiri tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem var í samræmi við væntingar þar um og hinsvegar að verulegur árangur náðist í hagræðingu í almennum rekstri.

Ef bornir eru saman fjármagnsliðir á milli ára þá námu fjármagnsgjöld 483 millj. kr. á árinu 2009 á móti 696 millj. kr. á árinu 2008 sem er 213 millj. kr. lækkun.

Þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða nemur halli á rekstri samstæðu sveitarfélagsins um 408 millj. kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×