Viðskipti innlent

Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu

Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Í annari samhljóma tilkynningu segir að hið sama gildi um aðgang Sparisjóðsins í Keflavík (Kauphallarauðkenni: SPK) að viðskiptakerfinu.

Þá vill Kauphöllin ítreka athugunarlistamerkingu fjármálagerninga Byr sparisjóðs fyrir fjárfestum, með vísan til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um að taka yfir rekstur Byr sparisjóðs.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×