Viðskipti innlent

Hagnaður Akureyrar tveir milljarðar umfram áætlun

Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6,4 miljarðar króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.515 sem er fækkun um 20 frá fyrra ári
Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6,4 miljarðar króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.515 sem er fækkun um 20 frá fyrra ári
Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Rekstur A- og B hluta, fyrir fjármagnsliði, gekk mjög vel og mun betur áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.799 milljónir króna en var jákvæð um 1.165 milljónir kr. eftir fjármagnsliði. Er það liðlega tveggja milljarða betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var hallinn áætlaður 899 milljónir kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að helstu ástæður fyrir betri rekstrarárangri eru í meginatriðum fjórþættar: hærri tekjur og lægri útgjöld en áætlun gerði ráð fyrir, auk þess lækkaði lífeyrisskuldbinding og söluhagnaður varð við sölu á hlutafé Norðurorku í Þeistareykjum ehf.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 2.246 milljónumkr. og handbært fé frá rekstri 2.297 milljónum kr. Afborgun langtímalána nam 2.553 milljónum kr. Ný langtímalán námu 1.653 milljónum kr. Handbært fé sveitarfélagsins í árslok 2.219 milljónir kr.

Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6,4 miljarðar króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.515 sem er fækkun um 20 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 52,9%. Annar rekstrarkostnaður var 30,1% af rekstrartekjum.

Skatttekjur sveitarfélagsins voru 412 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 855 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2008 voru skatttekjurnar 383 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 798 þús.kr.

Eignir sveitarfélagsins í efnahagsreikningi eru bókfærðar á 36 milljarða kr., þar af eru veltufjármunir 4,3 milljarðar kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 23,5 milljarðar kr., þar af eru skammtímaskuldir tæplega 4,6 milljarðar kr.

Bókfært eigið fé nemur 12,5 milljörðum kr í árslok en nam árið áður 4,7 milljörðum kr. Eiginfjárhlutfall á árlok var 35%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×